Bandaríska slúðurpressan smellti myndum af parinu á göngu um Los Angeles á dögunum, sem staðfesti þessar fregnir. Með í för var nefnilega hið nýfædda barn, í barnavagni sem parið ýtti á undan sér.
Þar áður höfðu papparassarnir í Hollywood síðast náð í skottið á parinu í lok febrúar, og töldu sig sjá greinilega að Waterhouse væri ólétt. Sá grunur reyndist á rökum reistur, eins og áður sagði.
Waterhouse er margt til lista lagt en hún er í senn leikkona, söngkona, lagahöfundur og fyrirsæta. Pattinson er leikari, og sennilega hvað þekktastur fyrir leik sinn í Twilight-seríunni sívinsælu, auk þess sem hann lék Leðurblökumanninn (e. Batman) í nýjustu kvikmyndinni um skikkjuklædda krossfarann.