Arnar hefur undanfarin tímabil verið þjálfara bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar en í yfirlýsingu Stjörnunnar segir að samkomulag hafi náðst um að hann muni ekki þjálfa lið félagsins á næsta tímabili.
Arnar hefur þjálfað meistaraflokk karla frá árinu 2018 og gerði liðið meðal annars að bikarmeisturum þrisvar sinnum og deildarmeisturum tvisvar sinnum.
Þá hefur Arnar einnig þjálfað kvennalið Stjörnunnar. Undir hans stjórn vann Stjarnan 1.deildina á síðasta tímabili og spila nú í efri hluta Subway deildarinnar sem nýliði í deildinni.