Bónus, viðbót eða umframorka Hörður Arnarson skrifar 25. mars 2024 11:00 Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst. Við erum eina þjóðin í heimi sem rekur slíkt kerfi og ég er ítrekað spurður hvernig þetta sé eiginlega hægt. Okkur hefur tekist vel upp á undanförnum áratugum. Orkuvinnslugetan er hins vegar mismikil á hverju ári. Við semjum um sölu á orku miðað við lökustu orkuvinnsluárin, því við getum ekki lofað fyrirfram að meiri orka verði til. Þessi orka er svokölluð forgangsorka, sú orka sem við getum alltaf staðið við að afhenda. Þetta hugtak, forgangsorka, er hvergi annars staðar til. Orkuvinnslufyrirtæki í öðrum löndum selja einfaldlega alla orku sem þau framleiða og ef skortur verður þá er gripið til varaafls, hvort sem það er gas- eða kolaorkuver, jafnvel kjarnorkuver. Orkufyrirtæki þjóðarinnar leggur alla áherslu á ábyrgan rekstur og lofar ekki upp í ermina á sér. Um þetta snýst svonefnt orkuöryggi fyrst og fremst: að viðskiptavinir okkar, stórir og smáir, geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri. Oftast er afgangur Flest ár getum við unnið meiri raforku en þarf til að standa undir skuldbindingum okkar um afhendingu öruggrar forgangsorku. Við viljum nýta þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir sem allra best og þess vegna viljum við að sjálfsögðu koma allri raforku í verð. Við getum hins vegar ekki lofað að þessi umframorka verði alltaf tiltæk. Sum árin eru mjög góð vatnsár, önnur lakari. Við höfum alltaf staðið við afhendingu forgangsorkunnar og kappkostum að gera það áfram en þessi sveiflukennda aukaorka er líka verðmæti. Verðmæti sem við viljum ekki að renni einfaldlega framhjá raforkukerfinu okkar og þess vegna seljum við hana líka ef við getum, en ódýrari en forgangsorkuna. Viðskiptavinir sem kaupa þessa orku vita að hverju þeir ganga, enda er þessi orka beinlínis kölluð „skerðanleg“ og samningar kveða skýrt á um að ef harðnar á dalnum þá munum við neyðast til að hætta afhendingu á þessari ódýru og óöruggu orku. Stærstu viðskiptavinir okkar þurfa líka stundum að sæta skerðingu á raforku af því að í samningum þeirra er kveðið á um að t.d. 10-15% orkunnar séu skerðanleg í lélegum vatnsárum. Í vetur höfum við þurft að grípa til þess ráðs að skerða stóriðjusamninga á þennan hátt. Sumir viðskiptavinir okkar reiða sig nær eingöngu á skerðanlegu raforkuna, t.d. fyrir fjarvarmaveitur á köldum svæðum. Þegar náttúruöflin leyfa þá fá þessir viðskiptavinir ódýrustu orkuna sem völ er á hverju sinni. Þegar lítið rennur í lónin er þessi orka hins vegar ekki í boði, eins og ávallt er skýrt í öllum samningum. Orkan er ódýr af því að hún er ekki örugg og þegar náttúran hagar málum svo að hún er ekki í boði þá getum við ekki afhent hana. Styður við orkuskipti Fiskimjölsverksmiðjur hafa staðið í mjög árangursríkum orkuskiptum, frá olíu til rafmagns. Þær hafa keypt ódýrustu orkuna, skerðanlegu raforkuna, til að hjálpa til við þessi dýru umskipti og tekist að gera það án aðkomu stjórnvalda. Þessar verksmiðjur eru í raun eins og tvinnbíll sem ekur um 90% tímans á raforku. Skerðing á þessari skerðanlegu orku er ekki spurning um orkuöryggi, heldur algjörlega eðlileg aðgerð í lokuðu raforkukerfi. Orkuöryggi er eftir sem áður tryggt, þótt þeir aðilar sem kjósa að kaupa skerðanlega orku sæti því að afhending orku sé skert. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem kaupa skerðanlega orku geti og sætti sig við að taka á sig skerðingar þegar til þess kemur. Því miður er oft látið eins og skerðanleg orka sé neikvæð á einhvern hátt. Kannski vekur nafnið þau hughrif. Réttara væri að kalla þetta bónusorku, viðbótarorku eða umframorku. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að hægt sé að selja þessa umframorku og margir sem hafa notið góðs af því að fá ódýrustu orkuna sem í boði er – þegar hún er í boði. Þeir notendur sem þurfa að ganga að raforkunni sinni vísri allan ársins hring eiga ekki að kaupa skerðanlega orku. Ef þeim er um megn að kaupa örugga forgangsorku verða stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti því þótt Landsvirkjun sé í eigu þjóðarinnar lýtur fyrirtækið samkeppnislögum og má því ekki niðurgreiða orku til einstakra viðskiptavina. Skerðingar ótengdar orkuskorti Skerðingar eru ekki merki um orkuskort. Þær þýða bara að það varð ekki til mikil umframorka þetta árið. Það er alltaf staðið við gerða samninga um forgangsorku og svo reynt að selja það sem verður til umfram samningsgetu. Það er hins vegar orkuskortur ef við lendum í þeirri stöðu að ekki sé hægt að afhenda umsamda forgangsorku eða ef ekki er hægt að verða við óskum um slíka samninga á smásölumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að keppa um orkuna við stóriðjuna, heldur séu þessir tveir markaðir aðskildir eins og hefur verið frá stofnun Landsvirkjunar. Betri vatnsár munu ekki bæta úr orkuskorti, því það er ekki hægt að semja um langtímasölu á þeirri umframorku sem þá verður til. Það er gott að geta gert verðmæti úr henni þegar þannig árar og nýta þannig auðlindina og fjárfestingarnar sem best - en hún verður aldrei undirstaða orkuöryggis. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst. Við erum eina þjóðin í heimi sem rekur slíkt kerfi og ég er ítrekað spurður hvernig þetta sé eiginlega hægt. Okkur hefur tekist vel upp á undanförnum áratugum. Orkuvinnslugetan er hins vegar mismikil á hverju ári. Við semjum um sölu á orku miðað við lökustu orkuvinnsluárin, því við getum ekki lofað fyrirfram að meiri orka verði til. Þessi orka er svokölluð forgangsorka, sú orka sem við getum alltaf staðið við að afhenda. Þetta hugtak, forgangsorka, er hvergi annars staðar til. Orkuvinnslufyrirtæki í öðrum löndum selja einfaldlega alla orku sem þau framleiða og ef skortur verður þá er gripið til varaafls, hvort sem það er gas- eða kolaorkuver, jafnvel kjarnorkuver. Orkufyrirtæki þjóðarinnar leggur alla áherslu á ábyrgan rekstur og lofar ekki upp í ermina á sér. Um þetta snýst svonefnt orkuöryggi fyrst og fremst: að viðskiptavinir okkar, stórir og smáir, geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri. Oftast er afgangur Flest ár getum við unnið meiri raforku en þarf til að standa undir skuldbindingum okkar um afhendingu öruggrar forgangsorku. Við viljum nýta þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir sem allra best og þess vegna viljum við að sjálfsögðu koma allri raforku í verð. Við getum hins vegar ekki lofað að þessi umframorka verði alltaf tiltæk. Sum árin eru mjög góð vatnsár, önnur lakari. Við höfum alltaf staðið við afhendingu forgangsorkunnar og kappkostum að gera það áfram en þessi sveiflukennda aukaorka er líka verðmæti. Verðmæti sem við viljum ekki að renni einfaldlega framhjá raforkukerfinu okkar og þess vegna seljum við hana líka ef við getum, en ódýrari en forgangsorkuna. Viðskiptavinir sem kaupa þessa orku vita að hverju þeir ganga, enda er þessi orka beinlínis kölluð „skerðanleg“ og samningar kveða skýrt á um að ef harðnar á dalnum þá munum við neyðast til að hætta afhendingu á þessari ódýru og óöruggu orku. Stærstu viðskiptavinir okkar þurfa líka stundum að sæta skerðingu á raforku af því að í samningum þeirra er kveðið á um að t.d. 10-15% orkunnar séu skerðanleg í lélegum vatnsárum. Í vetur höfum við þurft að grípa til þess ráðs að skerða stóriðjusamninga á þennan hátt. Sumir viðskiptavinir okkar reiða sig nær eingöngu á skerðanlegu raforkuna, t.d. fyrir fjarvarmaveitur á köldum svæðum. Þegar náttúruöflin leyfa þá fá þessir viðskiptavinir ódýrustu orkuna sem völ er á hverju sinni. Þegar lítið rennur í lónin er þessi orka hins vegar ekki í boði, eins og ávallt er skýrt í öllum samningum. Orkan er ódýr af því að hún er ekki örugg og þegar náttúran hagar málum svo að hún er ekki í boði þá getum við ekki afhent hana. Styður við orkuskipti Fiskimjölsverksmiðjur hafa staðið í mjög árangursríkum orkuskiptum, frá olíu til rafmagns. Þær hafa keypt ódýrustu orkuna, skerðanlegu raforkuna, til að hjálpa til við þessi dýru umskipti og tekist að gera það án aðkomu stjórnvalda. Þessar verksmiðjur eru í raun eins og tvinnbíll sem ekur um 90% tímans á raforku. Skerðing á þessari skerðanlegu orku er ekki spurning um orkuöryggi, heldur algjörlega eðlileg aðgerð í lokuðu raforkukerfi. Orkuöryggi er eftir sem áður tryggt, þótt þeir aðilar sem kjósa að kaupa skerðanlega orku sæti því að afhending orku sé skert. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem kaupa skerðanlega orku geti og sætti sig við að taka á sig skerðingar þegar til þess kemur. Því miður er oft látið eins og skerðanleg orka sé neikvæð á einhvern hátt. Kannski vekur nafnið þau hughrif. Réttara væri að kalla þetta bónusorku, viðbótarorku eða umframorku. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að hægt sé að selja þessa umframorku og margir sem hafa notið góðs af því að fá ódýrustu orkuna sem í boði er – þegar hún er í boði. Þeir notendur sem þurfa að ganga að raforkunni sinni vísri allan ársins hring eiga ekki að kaupa skerðanlega orku. Ef þeim er um megn að kaupa örugga forgangsorku verða stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti því þótt Landsvirkjun sé í eigu þjóðarinnar lýtur fyrirtækið samkeppnislögum og má því ekki niðurgreiða orku til einstakra viðskiptavina. Skerðingar ótengdar orkuskorti Skerðingar eru ekki merki um orkuskort. Þær þýða bara að það varð ekki til mikil umframorka þetta árið. Það er alltaf staðið við gerða samninga um forgangsorku og svo reynt að selja það sem verður til umfram samningsgetu. Það er hins vegar orkuskortur ef við lendum í þeirri stöðu að ekki sé hægt að afhenda umsamda forgangsorku eða ef ekki er hægt að verða við óskum um slíka samninga á smásölumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að keppa um orkuna við stóriðjuna, heldur séu þessir tveir markaðir aðskildir eins og hefur verið frá stofnun Landsvirkjunar. Betri vatnsár munu ekki bæta úr orkuskorti, því það er ekki hægt að semja um langtímasölu á þeirri umframorku sem þá verður til. Það er gott að geta gert verðmæti úr henni þegar þannig árar og nýta þannig auðlindina og fjárfestingarnar sem best - en hún verður aldrei undirstaða orkuöryggis. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun