Langur föstudagur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. mars 2024 09:01 Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Páskar Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun