Missti fimmtán kíló á sjö vikum í Taílandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:12 Erpur setur tappann á flöskuna í byrjun árs og tekur hann ekki af fyrr en mars er liðinn. vísir Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat. Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni: Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni:
Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira