Fullkomlega ærandi að vita ekki hvernig jakkinn komst hinumegin á hnöttinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. mars 2024 17:00 Guðmundur Jörundsson kom af fjöllum þegar honum barst skilaboð frá Síle. Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fékk skilaboð frá eiganda JÖR jakka sem bjó í eyju sunnan við Síle í Suður-Ameríku. Sá hafði keypt flíkina á fatamarkaði og hafði svo uppi á Gumma á samfélagsmiðlum. „Ég væri mjög til í að vita hvernig hann komst alla leið þangað,“ segir Gummi í samtali við Vísi. Hann segir á sama tíma einkar vel gert af eiganda jakkans að hafa getað haft upp á honum á hans persónulega aðgangi. Gummi vakti fyrst athygli á málinu á Facebook. „Það er auðvitað eitthvað stórkostlega fallegt við að flík sem ég hannaði hafi verið keypt í second hand verslun á eyju í suður Síle tíu árum síðar og gæjinn hafi svo haft uppá mér en það er líka fullkomlega ÆRANDI að vita ekki hvernig hann komst þangað,“ skrifar Gummi á Facebook. Þá veltir hann því upp í gríni hvort hann geti ekki sett staðsetningarbúnað í öll sín föt hér eftir. Gummi hefur undanfarin ár rekið stemningsstaðinn Nebraska á Barónsstíg og selt þar bæði mat og föt. „Viðkomandi vildi bara vita hvort ég væri hönnuðurinn að jakkanum. Það er engin heimasíða í loftinu fyrir JÖR eða neitt en hann einhvern veginn fann mig. Þá varð ég auðvitað mjög forvitinn og spurði hann hvort hann hefði keypt þetta í Síle, sem var raunin og svo var náttúrulega einhvern veginn ennþá fyndnara að þetta hafi verið á einhverri eyju.“ Eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. Samt ekki. Gummi segist í seinni tíð oft hafa velt fyrir sér sjálfstæðu lífi fatanna sem hann framleiðir. Til að byrja með hafi hann hinsvegar lítið velt málunum fyrir sér. „Svo fatta ég þetta í rauninni bara nokkrum árum eftir að maður er byrjaður að selja flíkur, þegar þær fara að poppa upp í verslun Rauða krossins og svona og maður er bara: Vá!“ Hann segir félaga sinn hafa velt því upp hvort þetta væri ekki svolítið eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. „Ég sagði honum að róa sig aðeins, það tekur aðeins styttri tíma að komast með föt í Rauða krossinn,“ segir Gummi hlæjandi. Veitingastaðir Tíska og hönnun Chile Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. 23. ágúst 2014 10:00 Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Ég væri mjög til í að vita hvernig hann komst alla leið þangað,“ segir Gummi í samtali við Vísi. Hann segir á sama tíma einkar vel gert af eiganda jakkans að hafa getað haft upp á honum á hans persónulega aðgangi. Gummi vakti fyrst athygli á málinu á Facebook. „Það er auðvitað eitthvað stórkostlega fallegt við að flík sem ég hannaði hafi verið keypt í second hand verslun á eyju í suður Síle tíu árum síðar og gæjinn hafi svo haft uppá mér en það er líka fullkomlega ÆRANDI að vita ekki hvernig hann komst þangað,“ skrifar Gummi á Facebook. Þá veltir hann því upp í gríni hvort hann geti ekki sett staðsetningarbúnað í öll sín föt hér eftir. Gummi hefur undanfarin ár rekið stemningsstaðinn Nebraska á Barónsstíg og selt þar bæði mat og föt. „Viðkomandi vildi bara vita hvort ég væri hönnuðurinn að jakkanum. Það er engin heimasíða í loftinu fyrir JÖR eða neitt en hann einhvern veginn fann mig. Þá varð ég auðvitað mjög forvitinn og spurði hann hvort hann hefði keypt þetta í Síle, sem var raunin og svo var náttúrulega einhvern veginn ennþá fyndnara að þetta hafi verið á einhverri eyju.“ Eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. Samt ekki. Gummi segist í seinni tíð oft hafa velt fyrir sér sjálfstæðu lífi fatanna sem hann framleiðir. Til að byrja með hafi hann hinsvegar lítið velt málunum fyrir sér. „Svo fatta ég þetta í rauninni bara nokkrum árum eftir að maður er byrjaður að selja flíkur, þegar þær fara að poppa upp í verslun Rauða krossins og svona og maður er bara: Vá!“ Hann segir félaga sinn hafa velt því upp hvort þetta væri ekki svolítið eins og að vera spilaður á Gull Bylgjunni. „Ég sagði honum að róa sig aðeins, það tekur aðeins styttri tíma að komast með föt í Rauða krossinn,“ segir Gummi hlæjandi.
Veitingastaðir Tíska og hönnun Chile Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. 23. ágúst 2014 10:00 Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02
Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. 23. ágúst 2014 10:00
Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00