Við þurfum (sérnáms)lækna! Teitur Ari Theodórsson skrifar 22. mars 2024 07:30 Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Læknum í sérnámi á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Þeir teljast nú í hundruðum og sinna lækningum innan sem utan sjúkrahúsa vítt og breitt um landið. Sérnámslæknar eru því orðnir stór hluti starfandi lækna á landinu. Því til marks er Félag almennra lækna, þ.e. læknar án sérfræðimenntunar, orðið stærst aðildarfélaga í Læknafélagi Íslands með um 470 meðlimi. En hvernig eru starfsskilyrði lækna í sérnámi? Samhliða öldrun þjóðarinnar og fólksfjölgun í landinu hefur inniliggjandi sjúklingum á sjúkrastofnunum fjölgað. Mönnun lækna hefur ekki aukist að sama skapi og sinnir hver læknir nú allt að tvöfalt fleiri sjúklingum á degi hverjum en áður. Það er ekkert skilgreint hámark um hvað hver læknir á að geta sinnt mörgum sjúklingum. Þessu er öfugt farið hjá öðrum heilbrigðisstéttum sem vinna samhliða læknum. Munurinn kemur bersýnilega í ljós þegar nýrri deild er tímabundið bætt við á Landspítala vegna álags og fjölda sjúklinga. Fjölmargar aukavaktir eru þá auglýstar fyrir aðrar fagstéttir, svo sem hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, en læknum er skylt að sinna viðbótarsjúklingum án aukamönnunar. Vinnuvika sérnámslækna er löng. Læknar vinna fulla dagvinnu, þ.e. 40 tíma vinnuviku, ofan á það bætast svo vaktir. Frítökuréttur vinnst á móti vöktum en engin trygging er fyrir því að mönnun leyfi frítöku. Vinnuvika lækna hefur því að meðaltali lengst þvert á þróun annarra stétta. Gögn sýna að meðalvinnuvika læknis er 51 klukkustundir. Þá er ótalinn sá tími sem fer í sérstaka þætti sérnámsins s.s. vinnslu gæðaverkefnis og prófaundirbúning sem er að mestu unnið utan almenns vinnutíma. Veikindi lækna er krefjandi viðfangsefni. Samhliða auknum kröfum til sérnámslækna hefur veikindaforföllum fjölgað og þeim er sjaldnast mætt með afleysingum í dagvinnu. Læknar vinna þá á við tvo, án umbunar eða sérstakra ráðstafana. Erfiðara hefur reynst að manna veikindavaktir utan dagvinnu, sér í lagi eftir að Landspítali hætti að greiða sérstaka kjarasamningsbundna umbun til lækna sem hlupu í skarðið fyrir veikindaforföll. Læknum ber að vinna vaktir samkvæmt kjarasamningi. Þegar læknir er t.d. á næturvakt hefur hann ekki tök á því að vinna dagvinnu að auki. Í dagvinnu fer þó fram bróðurpartur af bæði formlegri og óformlegri kennslu, þar sem sérnámslæknar læra af reyndari sérfræðingum. Dagvinnan er því mikilvægur hluti af sérnámi læknis. Þrátt fyrir það mikilvægi eru dæmi um að vaktaálag á sérnámslækni sé slíkt að viðkomandi komist ekki í dagvinnu svo mánuðum skipti. Læknar deila nefnilega vöktum sín á milli þannig að þær mannist. Ef fáir læknar eru í vinnu vinnur hver læknir fleiri vaktir og sérnámið líður fyrir það. Á hverju sumri eru þó haldnir krísufundir, á sjúkrahúsum landsins, vegna fjölda ómannaðra vakta annarra fagstétta, s.s. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Þegar læknar spyrja um ómannaðar vaktir lækna kemur sú spurning flatt upp á stjórnendur. Vaktir deilast einfaldlega niður á þá lækna sem eru í vinnu. Ekkert hámark. Sjálfsagt! Sé þetta tekið saman eru sérnámslæknar stór hópur vinnandi lækna. Þeir vinna langa vinnuviku undir miklu og vaxandi álagi. Ekkert hámark er skilgreint á fjölda sjúklinga sem hver læknir getur sinnt né fjölda vakta sem hann gengur. Vaxandi þörf er á læknum í öllum okkar nágrannalöndum þar sem íslenskir læknar hafa hingað til stundað sitt sérnám. Því skiptir verulegu máli, ef við viljum njóta starfskrafta sérnámslæknanna, að við séum samkeppnishæf um starfsskilyrði þeirra. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun