Kornabörn þurfa sér sæti á ÓL: „Vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2024 14:51 Ungt barn í stúkunni á HM 2019 í fótbolta. Getty Foreldrar ungabarna kvarta yfir reglubreytingu í kringum Ólympíuleikana í París þar sem börnunum verður meinaður aðgangur nema búið sé að greiða fyrir miða í sér sæti. Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Margaux Giddings, hjúkrunarfræðingur úr suðvesturhluta Frakklands, er meðal þeirra sem keypti miða á fimleikakeppni leikanna þegar þeir fóru fyrst í sölu á síðasta ári. Eftir það varð hún ólétt og eignaðist nýlega barn. „Dóttir mín er á brjósti og verður fimm mánaða gömul þegar leikarnir fara fram. Það pirrar mig að þurfa að skilja hana eftir. Ég hefði viljað hafa hana með,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Giddings. Bretinn Tom Baker segir svipaða sögu en hann keypti miða áður en kona hans varð ólétt. „Ég trúði því ekki þegar ég komst að því að barnið þyrfti sitt eigið sæti,“ segir Baker sem á von á barni í maí með konu sinni Kate. Þegar hann hafði samband við þjónustu leikanna fékk hann þau skilaboð að hann ætti að skoða miða á Ólympíumót fatlaðra þar sem sama krafa gildir ekki. „Við keyptum miðana einu og hálfu ári fyrir leikana, við vissum ekki einu sinni að barnið væri á leiðinni. Við gátum ekki vitað þetta og það er ekki hægt að leysa þetta því núna eru miðarnir uppseldir,“ bætir Baker við. Stuðningsmaður Sunderland fagnar í leik gegn Sheffield Wednesday með barni sínu. Fagnaðarlæti sem eru ef til vill ekki til fyrirmyndar.Getty Fulltrúar leikanna í París sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins en skipuleggjendur hafa einnig sætt gagnrýni vegna hás miðaverðs. Ekki er mælt með því að börn séu með í för á viðburði á leikunum. „Almennt mælir París 2024 ekki með því að foreldar hafi börn undir fjögurra ári með í för á keppnisviðburði. Mælst er til að foreldrar taki tillit til umhverfisins sem skapast á keppnisviðburðum, sem geti verið óholl ungum börnum,“ segir í yfirlýsingunni. Ólympíuleikarnir í París hefjast 26. júlí og standa til 11. ágúst.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira