Kjarasamningar, gjaldfrjálsar skólamáltíðir, Sjálfstæðisflokkurinn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 15. mars 2024 12:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Hafnarfjörður Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fundið mál sem hann getur sameinast um á erfiðum tímum hjá flokknum! Það er baráttan gegn gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum! Þar dregur flokkurinn línu í sandinn! Því ber að mótmæla. Afstaða og stefna Samfylkingarinnar er alveg skýr; grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls, þar með talið skólamáltíðir. Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á frumkvæði að málinu í tengslum við gerð kjarasamninga en sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar allt á hornum sér, þegar á að fæða börn í skólum landsins og beina gremju sinni ómaklega að formanni stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að breiða yfir andúð sína á ríkisstjórninni. Kómískt hefur verið að fylgjast með þessum vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins en ef um keppni í gríni væri að ræða þá stæðu Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði uppi sem ótvíræðir sigurvegarar og bæjarstjórinn fengi sérstök heiðursverðlaun fyrir sína framgöngu í málinu. Beðið eftir svörum frá sveitarfélögunum en meirihlutinn í Hafnarfirði skilar auðu Í aðdraganda undirritunar kjarasamninga breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins kom ítrekað fram að beðið væri svara frá sveitarfélögunum um aðkomu þeirra að samningunum. Enda margbúið að taka fram að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög legðu sitt af mörkum til að liðka fyrir kjarasamningum þar sem meginmarkmiðið var að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta. Sama dag og stóð til að undirrita samningana fór fram fundur í bæjarráði Hafnafjarðar. Kjarasamningar og aðkoma sveitarfélaga að þeim voru á dagskrá fundarins að frumkvæði jafnaðarfólks, fulltrúa Samfylkingarinnar. Meirihlutinn í Hafnarfirði mætti hins vegar tómhentur til leiks og umræða daganna á undan um kjaramál virtist hafa farið algjörlega fram hjá bæjarstjóra og fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin tryggði ábyrga afstöðu bæjarstjórnar vegna kjarasamninga Jafnaðarfólk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er aftur á móti meðvitað um hlutverk bæjarstjórnar og lagði fram á fundinum tillögu um að gjaldskrárhækkanir yrðu ekki umfram 3,5% á árinu sem og að bærinn tryggði gjaldfrjálsar skólamáltíðir frá og með næsta skólaári. Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins brá svo við tillögu Samfylkingarinnar að gera varð hlé á fundi. Mörgum klukkutímum síðar mætti Sjálfstæðisflokkurinn beygður og brotinn með sína eigin tillögu, sem var nánast samhljóma tillögu Samfylkingarinnar og hún var lokum samþykkt samhljóða í bæjarráði. Þetta þýðir einfaldlega að án atbeina jafnaðarfólks hefði bæjarstjórn Hafnfarfjarðar skilað auðu í þessu grundvallarmáli. Til að bjarga andlitinu lét bæjarstjóri bóka að hún teldi að rétt hefði verið að leita annarra leiða til að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir en lagt er upp með í yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga. Bæjarstjóri kórónaði svo ruglið og opinberaði málefnafátækt sína þegar hún sakaði oddvita Samfylkingarinnar um trúnaðarbrest þegar hann ræddi andstöðu Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í fjölmiðlum. Allt er reynt þegar breiða skal yfir vandræðagang Sjálfstæðisflokksins og hringlanda veiklaðs meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði berst gegn sínu eigin meirihlutasamkomulagi Andstaða Sjálfstæðisflokksins við gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum kom á óvart því málið er tilkomið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar. Og þeim mun meiri furðu vekur andstaða flokksins í Hafnarfirði þar sem skýr fyrirheit eru gefin í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Var þá ekkert að marka það sem stendur í málefnasamningi meirihlutans? Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórann í broddi fylkingar er því í þeirri furðulegu stöðu að vera í andstöðu við sína eigin ríkisstjórn, samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og sitt eigið meirihlutasamkomulag. Bæjarstjórinn bítur svo höfuðið af skömminni með því að setja nafn sitt undir grein oddvita Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem ráðist er ómaklega að formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem ábyrg og skynsamleg aðkoma hennar að kjarasamningunum er gerð tortryggileg. Allt er gert til þess að breiða yfir málefnafátækt Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi fyrir málinu Þó það hafi verið kómískt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins þá er það ekkert gamanmál þegar flokkurinn lætur þrönga flokkshagsmuni ráða för og ábyrgðarleysið er algjört. Í þessum málum duga engin vettlingatök og sveitarfélög verða að tala með skýrum hætti þannig að enginn velkist í vafa um ásetning þeirra um að stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sýna, svo ekki verður um villst, að flokknum er ekki treystandi til að vinna áfram að málinu en jafnaðarfólk í bæjarstjórn mun hér eftir sem hingað til ýta fast á eftir því við núverandi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að staðið verði við gefin fyrirheit. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun