Greindist með ágengt krabbamein og fór í tvöfalt brjóstnám Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 18:45 Læknirinn Thais Aliabadi hugheysti Munn áður en hún fór í brjóstnámið. Ákvörðun Aliabadi um að framkvæma brjóstakrabbameinsáhættumat á Munn leiddi til þess að æxli fundust í báðum brjóstum hennar. Instagram Bandaríska leikkonan Olivia Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og þurfti að fara í tvöfalt brjóstnám í kjölfarið. Hún hefur farið í fjórar aðgerðir vegna krabbameinsins á undanförnum tíu mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn) Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fleiri fréttir Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem hin 43 ára Munn birti á Instagram-síðu sinni í gær. Þar segir hún að í febrúar 2023 hafi hún farið í genarannsókn til að sjá hvort hún bæri eitthvað af níutíu mögulegum krabbameinsgenum. Munn birti nokkrar myndir af sér úr ferlinu.Instagram Hún greindist ekki með neitt genanna (þar með talið BRCA-genið sem er sennilega þekktast slíkra gena) og var systir hennar, Sara Potts, einnig laus við öll genin. Skömmu síðar hafi Munn farið í brjóstaskimun og þar hafi ekkert óvenjulegt sést. Hins vegar segir Munn að læknirinn sinn, Dr. Thais Aliabadi, hafi ákveðið að reikna út svokallað brjóstakrabbameinsáhættumat fyrir Munn. Aliabadi hafi skoðað aldur hennar, sjúkrasögu fjölskyldu hennar og aldur hennar þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Niðurstaða matsins var að líkurnar á að Munn fengi krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni væru 37 prósent. Fundu ágeng æxli í báðum brjóstum Aliabadi sendi Munn í kjölfarið í segulómun og þaðan í ómskoðun. Loks hafi verið tekið úr henni vefjasýni sem staðfesti að hún væri með Luminal B-æxli í báðum brjóstum en slík æxli eru mjög ágeng og stækka hratt. Mánuði eftir greininguna fór Munn í tvöfalt brjóstnám og hefur í heildina farið í fjórar skurðaðgerðir á síðustu tíu mánuðum. Sem betur hafi æxlin uppgötvast í tæka tíð og segist Munn vera lækni sínum ævinlega þakklát. Einnig segist Munn þakklát maka sínum, grínistanum John Mulaney. Þau hafa verið kærustupar frá árinu 2021 eftir að Mulaney fór frá Anne Marie Tendler, eiginkonu sinni til sjö ára. Síðar sama ár eignuðust Munn og Mulaney soninn Malcolm. View this post on Instagram A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)
Krabbamein Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Fleiri fréttir Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Sjá meira