Þarf stórslys til ... Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. mars 2024 09:00 ... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Umferðaröryggi Reykhólahreppur Borgarbyggð Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
... þess að æðstu embættismenn ríkisfyrirtækis með aðsetur í Suðhrauni, Garðabæ átti sig á stórhættulegu ástandi Vestfjarðarvegar frá Bröttubrekku til Þorskafjarðar? Árið er 2024 og í þeim orkuskiptum bílaflotans sem nú ganga yfir eru ýmsar tækninýjungar að ryðja sér til rúms. Meðal annars bað rafmagnsbíllinn minn nýlega um að hafa báðar hendur á stýri (tíu mínútur í tvö handtakið) þegar hitastig var um frostmark og smá slabb á veginum í stað þess að halda eingöngu með vinstri hendi. Bíllinn skynjaði ótryggar aðstæður og vildi að ég væri viðbúinn. Þeir sem aka um að nýlegum bílum með gervigreind get allt eins átt von á því að fá skilaboðin. „Vegur ekki greinanlegur – snúðu við á stundinni“ þegar þeir ætla Vestfjarðarveg nr. 60, vestur á firði á komandi misserum því vegurinn er óökuhæfur vegna viðhaldsleysis undanfarin ár enda vegurinn í grunninn gamall malarvegur sem skellt var einbreiðu slitlagi á sem síðan var teygt í tvöfalt slitlag og ber því ekki þá þungaflutninga sem um veginn fara í dag. Öll sú tækni sem nú er í nýlegum bílum metur líklega ástand vegarins óökuhæft og mun biðja ökumanninn um að stoppa eða þá snúa við. Nokkrum köflum breytt í malarvegi fram á sumar – já þið lásuð rétt. Svona var frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar fyrir nokkrum dögum. Hvað svo – vegurinn fer líklega aftur í klessu næsta vetur en Suðurhraunið hugsar líklegast ekki um neitt annað en samstöðulýsing á hringtorgi eða brúarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðið þar sem fagurfræði og minnismerkja arkitektúr skipta meira máli en skynsamleg nýting skattfjár. Á Vesturlandi eru 14% alls vegakerfisins en í Samgönguáætlun 2024-2028 er reiknað með 700 milljónum í framkvæmdir á Vesturlandi eða um 1,6% af heildinni. Í samtölum við Suðurhraunið er síðan alltaf bent á að það séu svo miklar framkvæmdir á Vestfjörðum. Þó ég fagni innilega framkvæmdum á Vestfjörðum þá eru þær til lítils ef tengingin til þeirra um Vestfjarðaveg gegnum Dali verður komin aftur til miðalda. Í sömu samtölum sem við í Dalabyggð höfum átt við Suðurhraunið velti ég oft fyrir mér hvort almenn landafræðikunnátta úr grunnskóla sé týnd og tröllum gefin. Dalabyggð vann á síðasta ári sérstaka forgangsröðun í vegamálum þar sem m.a. þrír slæmir kaflar á slitlagsbundnum stofnvegum eru nefndir sérstaklega og hluta þessara kafla þarf nú að breyta í malarvegi tímabundið. Vegamálastjóri sagði við móttöku skýrslunnar: „Vegagerðin fagnar því þegar hugmyndir manna í héraði eru settar fram á vandaðan og frambærilegan hátt eins og hér er gert. Það er mjög gott fóður fyrir okkur í þeirri vinnu sem hér fer fram.“[1] En hvaða vinna ætli hafi farið fram í Suðurhrauninu síðan snemma í júlí 2023? Ég skora síðan á þingmenn NV kjördæmis að leiðrétta hlut Vesturlands í samgönguáætlun þannig að framkvæmdafé innan hvers svæðis endurspegli hlutfall vegakerfisins innan svæðis. Bíðum ekki eftir slysi – það styttist í það miðað við núverandi ástand. Aðgerða með framtíðarsýn er þörf ekki seinna en strax – við eigum ekki að bíða eftir stórslysi svo Suðurhraunið vakni af dvalanum Höfundur er oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar