TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 15:15 Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. AP/Damian Dovarganes Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós. 352 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 65 sögðu nei. Einn sat hjá. Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. Annars verður samfélagsmiðillinn bannaður. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa ráðamenn í Bandaríkjunum margir hverjir áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína. Flokkurinn er sagður geta notað miðilinn til að afla gagna um Bandaríkjamenn og hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um bandaríska notendur og að ef þeirra yrði krafist, yrði beiðninni hafnað. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Athygli vekur að einungis fimmtán Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á dögunum að hann væri mótfallinn frumvarpinu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skrifa undir frumvarpið, verði það einnig samþykkt í öldungadeildinni. Framtíð þess þar er þó óljós, eins og áður hefur komið fram. Hvaða öldungadeildarþingmaður sem er getur stöðvað framgöngu frumvarps og þingmaðurinn Rand Paul hefur haldið því fram að hann muni grípa til slíkra aðgerða. Hann telur frumvarpið brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir æðstu meðlimir leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, þeir Mark Warner úr Demókrataflokknum og Marco Rubio úr Repúblikanaflokknum, hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarpið. BIG Senate Intel Chair Mark Warner (D-Va.) and Vice Chair Marco Rubio (R-Fla.) endorse House-passed TikTok bill We were encouraged by today s strong bipartisan vote... and look forward to working together to get this bill passed through the Senate and signed into law. pic.twitter.com/m5wfhp2Zdo— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) March 13, 2024 Ráðamenn í Kína hafa brugðist reiðir við ætlunum Bandaríkjamanna og hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu ByteDance á TikTok. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Bandaríkjamenn hefðu aldrei fundið sannanir fyrir því að TikTok ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann sakaði Bandaríkjamenn um fautaskap og sagði að verði frumvarpið að lögum myndi það koma niður á Bandaríkjunum til lengri tíma með því að grafa undan trú fjárfesta á bandaríska kerfið. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook eru bannaðir í Kína. Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Tengdar fréttir Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
352 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 65 sögðu nei. Einn sat hjá. Fyrirtækið TikTok er skráð í Bandaríkjunum en frumvarpið felur í sér að kínverskir eigendur þessa gífurlega vinsæla samfélagsmiðils, ByteDance, þurfa að selja starfsemina, innan 180 daga eftir að frumvarpið verður að lögum. Annars verður samfélagsmiðillinn bannaður. Eins og fram kemur í frétt Washington Post hafa ráðamenn í Bandaríkjunum margir hverjir áhyggjur af tengslum ByteDance við Kommúnistaflokk Kína. Flokkurinn er sagður geta notað miðilinn til að afla gagna um Bandaríkjamenn og hafa áhrif á pólitískar skoðanir þeirra. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast aldrei hafa afhent yfirvöldum í Kína gögn um bandaríska notendur og að ef þeirra yrði krafist, yrði beiðninni hafnað. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok að staðaldri. Athygli vekur að einungis fimmtán Repúblikanar greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á dögunum að hann væri mótfallinn frumvarpinu. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að skrifa undir frumvarpið, verði það einnig samþykkt í öldungadeildinni. Framtíð þess þar er þó óljós, eins og áður hefur komið fram. Hvaða öldungadeildarþingmaður sem er getur stöðvað framgöngu frumvarps og þingmaðurinn Rand Paul hefur haldið því fram að hann muni grípa til slíkra aðgerða. Hann telur frumvarpið brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Tveir æðstu meðlimir leyniþjónustumálanefndar öldungadeildarinnar, þeir Mark Warner úr Demókrataflokknum og Marco Rubio úr Repúblikanaflokknum, hafa lýst því yfir að þeir styðji frumvarpið. BIG Senate Intel Chair Mark Warner (D-Va.) and Vice Chair Marco Rubio (R-Fla.) endorse House-passed TikTok bill We were encouraged by today s strong bipartisan vote... and look forward to working together to get this bill passed through the Senate and signed into law. pic.twitter.com/m5wfhp2Zdo— Andrew Desiderio (@AndrewDesiderio) March 13, 2024 Ráðamenn í Kína hafa brugðist reiðir við ætlunum Bandaríkjamanna og hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu ByteDance á TikTok. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í morgun að Bandaríkjamenn hefðu aldrei fundið sannanir fyrir því að TikTok ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Hann sakaði Bandaríkjamenn um fautaskap og sagði að verði frumvarpið að lögum myndi það koma niður á Bandaríkjunum til lengri tíma með því að grafa undan trú fjárfesta á bandaríska kerfið. Bandarískir samfélagsmiðlar eins og X og Facebook eru bannaðir í Kína.
Bandaríkin TikTok Samfélagsmiðlar Kína Tengdar fréttir Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05 TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23
Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ 1. febrúar 2024 08:05
TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar. 14. nóvember 2023 02:58