Úkraínskum drónum var flogið í að minnsta kosti átta héruðum. Einn þeirra er sagður hafa verið skotinn niður einum af fjórum alþjóðlegum flugvöllum Moskvu, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Varnarmálaráðuneyti Rúslands segist hafa skotið dróna yfir Belgórod, Bríansk, Kúrsk, Leníngrad og Túla. Þá hafi eldflaugar frá Úkraínu einnig verið skotnar niður yfir Belgórod.
Eldur kviknaði í olíuvinnslustöð í Nisní Novgorodhéraði, sem er um 775 kílómetra frá landamærum Úkraínu, þegar dróni sprakk þar í loft upp í nótt. Árás var einnig gerð á aðra olíuvinnslustöð í Oríól, sem er um 116 kílómetra frá Úkraínu.
In Russian Oryol, the aftermath of a night drone attack has been eliminated, the authorities say. Local residents don't really believe it.
— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) March 12, 2024
"The resulting smoke does not pose any danger and is a consequence of the work of the fire departments. There are no casualties. The https://t.co/8U6Lo0E8wq pic.twitter.com/C8yk6LYNEU
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tilkynnti í fyrra að mikið púður hefði verið lagt í þróun nýrra sjálfsprengidróna sem hægt væri að nota til árása í allt að sjö hundruð kílómetra fjarlægð. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn væntanlega notað slíka dróna til fjölmargra árása í Rússlandi.
Margar þeirra virðast beinast að olíu- og gasvinnslu í Rússlandi, sem er helsta tekjulind ríkisins.
Fregnir hafa einnig borist af eldi í Pétursborg í morgun.
More from St. Petersburg pic.twitter.com/Pnb0FzjRnY
— NOELREPORTS (@NOELreports) March 12, 2024
Til viðbótar við drónaárásir í Rússlandi gerðu rússneskir menn sem berjast með Úkraínumönnum áhlaup í Belgórod og Kúrskhéruð í Rússlandi. Forsvarsmenn hópa sem kallast „Frjálst Rússland hersveitin“, „Síberíska herfylkið“ og „Rússneska sjálfboðaliðasveitin“ birtu yfirlýsingar á samfélagsmiðlum í morgun þar sem þeir lýstu því yfir að ný áhlaup á Rússland hafi verið gerð.
Þetta hafa hóparnir nokkrum sinnum gert frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og segjast meðlimir þessara hópa vilja frelsa Rússland frá Vladimír Pútín, forseta.
Óljóst er hve miklum árangri þessi áhlaup hafa skilað en héraðsstjóri Kúrsk segir að til skotbardaga hafi komið og að áhlaupið hafi verið stöðvað. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðum sýnir skriðdrekum ekið um svæðið.
"We come to liberate you from #Putin" - Official Statement from the Anti-Kremlin Battalion "Freedom of Russia Legion" pic.twitter.com/fHj0vpwND5
— KyivPost (@KyivPost) March 12, 2024
Last night, Russian forces consisting of the "Free Russia Legion" and "Siberian Battalion" entered territory temporarily occupied by the "Russian Federation".
— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 12, 2024
Armed with heavy vehicles, they crossed Belgorod and Kursk Oblasts from the territory of Free Ukraine and clashed with pic.twitter.com/qOoIlBzZxO