„Með ólíkindum hvernig RÚV ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 23:16 Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segir sorglegt að höfundar gleymist í umræðu um sigurvegara Söngvakeppninnar. Lagahöfundarnir séu raunverulegir sigurvegarar hennar, ekki flytjandinn. Eyþór Gunnarsson Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður segist hugsi yfir rétti höfunda til að stjórna því í hvaða tilgangi hugverk þeirra er notað. Hann veltir fyrir sér hvort sæmdarréttur höfunda lagsins Scared of Hights vegi ekki eitthvað þegar ákvörðun um þátttöku í Eurovision var tekin. „Sem áhugamaður um réttindi höfunda þá finst mér áhugavert hvernig þetta hefur spunnist þegar kemur í ljós að höfundarnir eru tvístígandi með það hvernig þeir eigi að snúa sér og það hefur jafnvel komið fram að þeir vilji draga í land með þetta, segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Miklar umræður sköpuðust við færslu sem Eyþór birti á Facebook fyrr í dag þar sem hann bendir á að sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins sé ekki Hera Björk, flytjandi lagsins Scared of Hights, heldur höfundar lagsins. „Það gleymist nefnilega að þetta er lagakeppni en ekki söngvarakeppni. Öll umgjörð keppninnar er sniðin fyrir höfunda þó fókusinn fari alfarið á flytjendur. Höfundi á meira að segja að vera heimilt samkvæmt reglum að skipta um flytjanda eftir forkeppnina. Dæmi um það eru til,“ skrifar Eyþór í færslunni. „Þess vegna er alveg með ólíkindum hvernig RÚV ohf ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins í ár.“ Fróðlegt að vita hvort höfundar geti andmælt Fjöldi fólks hefur tekið undir með Eyþóri, sem veltir fyrir sér hver staða höfunda er. „Það kemur á daginn að réttindi þeirra virðast engin. Þá sér maður það svo sláandi hvernig þeir eru algjörlega á bak við tjöldin en þegar á reynir eru þeir náttúrulega upphaf og endir þessa alls. Samt á þeirra skoðun ekki að skipta neinu máli,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann viti ekki í hverju samningar RÚV við höfundana felist eða hverju höfundarnir hafa afsalað sér. „En maður hefði haldið, að þó það væri ekki nema hinn almenni sæmdarréttur höfunda, að þá eigi þeir að geta eitthvað haft um það að segja í hvaða tilgangi hugverk þeirra eru notuð. Þetta er voða mikið gert á forsendum RÚV en ég áttaði mig ekki á því, og það virðist vera að koma fram í fyrsta skipti núna, hvað réttur höfunda er lítill þegar á reynir,“ segir Eyþór. „RÚV er eflaust búið að tryggja sig í bak og fyrir. Þeir bersýnilega telja sig hafa rétt á því að lýsa því yfir að farið verði í keppnina. Þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af rétti höfunda til að andmæla því. Boltinn er hjá höfundum, hvort þeir vilji taka málið lengra og gera eitthvað í því. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hver rétturinn er þegar á reynir.“ Sorglegt að horfa upp á umræðuna Hann segir þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þess að RÚV hafi sett það á herðar atriðanna að ákveða sjálf hvort þau færi út til Svíþjóðar stæðu þau uppi sem sigurvegari keppninnar. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði það berum orðum að það yrði ákveðið í samráði við sigurvegarann hvort farið yrði út. Söngvakeppnin sé haldin burtséð frá Eurovision og það sé ákveðið í samráði við sigurvegarann en þegar á reynir virðist bara litið á flytjandann sem sigurvegarann. Sigurvegarinn á að vera höfundur lagsins, það er hann sem sendir inn lagið og í raun er það höfundurinn sem velur flytjandann í upphafi.“ Honum ofbjóði umræðan, sem hafi skapast í kringum keppnina í ár. „Mér er farið að ofbjóða mjög margt í þessu núna. Það koma ýmsir ljótir hlutir upp á yfirborðið í tengslum við þessa keppni, því miður. Þegar fara að blandast hlutir eins og þjóðerni, pólitík og rasismi inn í þetta er þetta orðið mjög ljótt. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.“ Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Sem áhugamaður um réttindi höfunda þá finst mér áhugavert hvernig þetta hefur spunnist þegar kemur í ljós að höfundarnir eru tvístígandi með það hvernig þeir eigi að snúa sér og það hefur jafnvel komið fram að þeir vilji draga í land með þetta, segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Miklar umræður sköpuðust við færslu sem Eyþór birti á Facebook fyrr í dag þar sem hann bendir á að sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins sé ekki Hera Björk, flytjandi lagsins Scared of Hights, heldur höfundar lagsins. „Það gleymist nefnilega að þetta er lagakeppni en ekki söngvarakeppni. Öll umgjörð keppninnar er sniðin fyrir höfunda þó fókusinn fari alfarið á flytjendur. Höfundi á meira að segja að vera heimilt samkvæmt reglum að skipta um flytjanda eftir forkeppnina. Dæmi um það eru til,“ skrifar Eyþór í færslunni. „Þess vegna er alveg með ólíkindum hvernig RÚV ohf ætlar að valta yfir höfunda sigurlagsins í ár.“ Fróðlegt að vita hvort höfundar geti andmælt Fjöldi fólks hefur tekið undir með Eyþóri, sem veltir fyrir sér hver staða höfunda er. „Það kemur á daginn að réttindi þeirra virðast engin. Þá sér maður það svo sláandi hvernig þeir eru algjörlega á bak við tjöldin en þegar á reynir eru þeir náttúrulega upphaf og endir þessa alls. Samt á þeirra skoðun ekki að skipta neinu máli,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Hann viti ekki í hverju samningar RÚV við höfundana felist eða hverju höfundarnir hafa afsalað sér. „En maður hefði haldið, að þó það væri ekki nema hinn almenni sæmdarréttur höfunda, að þá eigi þeir að geta eitthvað haft um það að segja í hvaða tilgangi hugverk þeirra eru notuð. Þetta er voða mikið gert á forsendum RÚV en ég áttaði mig ekki á því, og það virðist vera að koma fram í fyrsta skipti núna, hvað réttur höfunda er lítill þegar á reynir,“ segir Eyþór. „RÚV er eflaust búið að tryggja sig í bak og fyrir. Þeir bersýnilega telja sig hafa rétt á því að lýsa því yfir að farið verði í keppnina. Þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur af rétti höfunda til að andmæla því. Boltinn er hjá höfundum, hvort þeir vilji taka málið lengra og gera eitthvað í því. Það væri í sjálfu sér fróðlegt að vita hver rétturinn er þegar á reynir.“ Sorglegt að horfa upp á umræðuna Hann segir þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þess að RÚV hafi sett það á herðar atriðanna að ákveða sjálf hvort þau færi út til Svíþjóðar stæðu þau uppi sem sigurvegari keppninnar. „Stefán Eiríksson útvarpsstjóri sagði það berum orðum að það yrði ákveðið í samráði við sigurvegarann hvort farið yrði út. Söngvakeppnin sé haldin burtséð frá Eurovision og það sé ákveðið í samráði við sigurvegarann en þegar á reynir virðist bara litið á flytjandann sem sigurvegarann. Sigurvegarinn á að vera höfundur lagsins, það er hann sem sendir inn lagið og í raun er það höfundurinn sem velur flytjandann í upphafi.“ Honum ofbjóði umræðan, sem hafi skapast í kringum keppnina í ár. „Mér er farið að ofbjóða mjög margt í þessu núna. Það koma ýmsir ljótir hlutir upp á yfirborðið í tengslum við þessa keppni, því miður. Þegar fara að blandast hlutir eins og þjóðerni, pólitík og rasismi inn í þetta er þetta orðið mjög ljótt. Það er sorglegt að horfa upp á þetta.“
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28 Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13 Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Hvorki einföld né auðveld ákvörðun að taka þátt Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 11. mars 2024 18:28
Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision Ríkisútvarpið ætlar að taka þátt í Eurovision og senda sigurlag Söngvakeppninnar í ár, Scared of Heights, í flutningi Heru Bjarkar til Malmö í Svíþjóð. 11. mars 2024 15:13
Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. 11. mars 2024 10:45
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp