Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 19:03 Maðurinn lokkaði konurnar af alfaraleið við Neuschwanstein-kastala, nauðgaði annarri þeirra og kyrkti og kastaði hinni í gjótu. Getty/Karl-Josef Hildenbrand Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi. Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Morðið framdi hann í júní í fyrra og vakti málið heimsathygli. Málið vakti stérstaklega athygli í ljósi þess hversu margir ferðamenn voru staddir á svæðinu þegar maðurinn framdi árásina. Margir tóku ljósmyndir og einhverjir streymdi því í beinni útsendingu á samfélagsmiðlum þegar konurnar tvær, bandarískir túristar, voru fluttar á sjúkrahús með þyrlu. Maðurinn, sem er 31 árs gamall ferðamaður frá Michigan í Bandaríkjunum og er kallaður Troy B af þýskum dómstólum, er sagður hafa vingast við samlöndur sínar nærri Maríubrúnni. Brúin er afskaplega falleg og vinsæll staður fyrir ferðamenn til að stoppa og taka myndir af sér, með kastalann í bakgrunni. Troy er svo sagður hafa lokkað dömurnar úr alfaraleið með því vilyrði að hann þekkti betri stað, fallegri til myndatöku þar sem færri væru á ferð. Þar hafi hann, í skjóli klettanna sem umkringja kastalann, kyrkt og nauðgað 21 árs gamalli konunni og kastað 22 ára gamalli vinkonu hennar niður í 100 metra djúpa gjá þegar hún reyndi að koma hinni til bjargar. Sú síðarnefnda lifði af fyrir tilstilli trjágreinar, sem hún lenti á á leiðinni niður, en slasaðist alvarlega. Eftir að hafa nauðgað hinni 21 árs gömlu kastaði Troy henni ofan í gjánna. Hún lést á sjúkrahúsi nokkrum klukkustundum síðar. Að mati réttarmeinalækna voru kyrkingarnar nóg til að bana konunni. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að maðurinn hafi, á meðan á átökunum stóð, gripið í símann sinn, sem var fullur af ofbeldisfullu klámi, til þess að taka sig upp kyrkja konuna með beltinu sínu. Maðurinn var handtekinn síðar þennan sama dag eftir umfangsmikla leit lögreglu. Niðurstaða dómara í Kempten í Suður-Þýskalandi var sú að Troy hafi gerst sekur um morð af ásetningi (e. aggravated), sem þýðir að hann mun ekki fá reynslulausn eftir 15 ár í fangelsi eins og gerist sjálfkrafa fyrir manndráp. Troy neitaði ekki að hafa myrt konuna en mótmælti því að það hafi verið af ásetningi.
Þýskaland Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50 Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27. október 2023 08:50
Kona látin eftir árás við Neuschwanstein-kastala Kona er látin og önnur særð eftir árás manns nærri Neuschwanstein-kastala í suðurhluta Þýskalands, einum vinsælasta ferðamannastað landsins. 15. júní 2023 13:25