Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 19:20 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskaði verkalýðshreyfingunni til hamingju með samningana og fagnaði áherslu á strerkari tilfærlukerfi. Hún gæti hins vegar varla óskað ríkisstjórninni og fjármálaráðherra til hamingju. „Útgjaldahliðin er flott en það er engin fjármögnun. Við getum ekki annað en gagnrýnt það. Ekki bara út frá þensluáhrifum heldur ekki síður ráðrúmi ríkisins til að veita þjónustu þegar fram í sækir,“ sagði Kristrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði að ekki stæði til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda með skattahækkunum. „Er það gert með því að auka á hallann eingöngu? Nei. Er það gert með því að hækka alls konar skatta á sömu hópa og voru að ná saman í kjaraviðræðum til næstu fjögurra ára? Nei. Er hægt að fara í aðgerðir til að spara í kerfinu? Já,“ sagði fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði engan fyrirsjáanleika í aðgerðum stjórnvalda. „Síðan er blaðamannafundur núna við að kynna kjarasamningana og ekki talað skýrt um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna sína aðkomu. Það er svona uml um að það eigi að beita aðhald í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstri,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikla ánægju ríkja í samfélaginu með þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. Það væri helst að óánægju gætti hjá stjórnarandstöðunni. „Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Við munum kynna fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu. Við höfum talað algerlega skýrt. Þetta er okkar forgangsmál. Það er okkar forgangsmál að skapa hér forsendur til að unt verði að draga úr verðbólgu og að vextir verði lækkaðir,“ sagði forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Arnar Útlendingamál í ólestri En það var rætt um fleira í Alþingi í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stóð fyrir sérstakri umræðu um fíkniefnavanda þar sem heilbrigðisráðherra var til svara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hins vegar dómsmálaráðherra um útlendingamálin út frá meintri óstjórn í þeim málaflokki. Nú boðaði ráðherra enn eitt frumvarpið um útlendingamál þegar nýbúið væri að kynna einhvers konar heildaráætlun stjórnvalda í útlendingamálum. „Kostulegt plagg sem var þó kynnt með pompi og prakt á blaðamannafundi og snérist nú aðallega um að rekja óskalista Vinstri grænna um hvernig mætti auka þjónustu við hælisleitendur og auka aðdráttarafl landsins í þeim efnum auk hefðbundinnar froðu. En rétt í lokin var getið um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að klára nýtt lítið útlendingamál,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði undarlegt að formaður Miðflokksins gagnrýndi að loks væri búið að móta heildarstefnu í útlendingamálum. „Það er oft og iðulega sem gerðir eru fyrirvarar við stjórnarfrumvörp í þinglegri meðferð. Ég hef ekki áhyggjur af því að félagar mínir í Vinstri grænum muni ekki standa við þá vinnu sem þau hafa lagt heilmikla vinnu í. Ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í þessari heildarsýn sem kynnt var hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskaði verkalýðshreyfingunni til hamingju með samningana og fagnaði áherslu á strerkari tilfærlukerfi. Hún gæti hins vegar varla óskað ríkisstjórninni og fjármálaráðherra til hamingju. „Útgjaldahliðin er flott en það er engin fjármögnun. Við getum ekki annað en gagnrýnt það. Ekki bara út frá þensluáhrifum heldur ekki síður ráðrúmi ríkisins til að veita þjónustu þegar fram í sækir,“ sagði Kristrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði að ekki stæði til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda með skattahækkunum. „Er það gert með því að auka á hallann eingöngu? Nei. Er það gert með því að hækka alls konar skatta á sömu hópa og voru að ná saman í kjaraviðræðum til næstu fjögurra ára? Nei. Er hægt að fara í aðgerðir til að spara í kerfinu? Já,“ sagði fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði engan fyrirsjáanleika í aðgerðum stjórnvalda. „Síðan er blaðamannafundur núna við að kynna kjarasamningana og ekki talað skýrt um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna sína aðkomu. Það er svona uml um að það eigi að beita aðhald í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstri,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikla ánægju ríkja í samfélaginu með þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. Það væri helst að óánægju gætti hjá stjórnarandstöðunni. „Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Við munum kynna fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu. Við höfum talað algerlega skýrt. Þetta er okkar forgangsmál. Það er okkar forgangsmál að skapa hér forsendur til að unt verði að draga úr verðbólgu og að vextir verði lækkaðir,“ sagði forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Arnar Útlendingamál í ólestri En það var rætt um fleira í Alþingi í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stóð fyrir sérstakri umræðu um fíkniefnavanda þar sem heilbrigðisráðherra var til svara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hins vegar dómsmálaráðherra um útlendingamálin út frá meintri óstjórn í þeim málaflokki. Nú boðaði ráðherra enn eitt frumvarpið um útlendingamál þegar nýbúið væri að kynna einhvers konar heildaráætlun stjórnvalda í útlendingamálum. „Kostulegt plagg sem var þó kynnt með pompi og prakt á blaðamannafundi og snérist nú aðallega um að rekja óskalista Vinstri grænna um hvernig mætti auka þjónustu við hælisleitendur og auka aðdráttarafl landsins í þeim efnum auk hefðbundinnar froðu. En rétt í lokin var getið um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að klára nýtt lítið útlendingamál,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði undarlegt að formaður Miðflokksins gagnrýndi að loks væri búið að móta heildarstefnu í útlendingamálum. „Það er oft og iðulega sem gerðir eru fyrirvarar við stjórnarfrumvörp í þinglegri meðferð. Ég hef ekki áhyggjur af því að félagar mínir í Vinstri grænum muni ekki standa við þá vinnu sem þau hafa lagt heilmikla vinnu í. Ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í þessari heildarsýn sem kynnt var hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01
Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50