Til skoðunar að taka upp andlitsgreiningarkerfi á landamærunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2024 22:01 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir landamæraeftirlit í sífelldri endurskoðun. Vísir/Arnar Dómsmálaráðherra segist ekki geta tekið undir það að landamærin séu hriplek. Til skoðunar er að setja upp andlitsgreiningarbúnað í Leifsstöð eins og byrjað var að gera fyrir tuttugu árum síðan. „Staðan er þannig í dag að 93% allra farþega sem koma til landsins eru að koma eftir listum, þannig að íslensk stjórnvöld eru í dag að fá afhentar upplýsingar um 93% af öllum farþegum sem hingað til lands ferðast,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fjögur flugfélög skili ekki inn listum. Hún segir það vegna þess að á Íslandi eigi eftir að innleiða tilskipun Evrópusambandsins, sem kölluð er PNR og öll aðildarríki ESB hafa leitt í sín lög. Sú tilskipun kveður á um að öllum flugfélögum sé skylt að skila inn listum um þá farþega sem með þeim ferðast. Hún segist eiga von á því að PNR verði tekin í gildi hér á landi í sumar. Ekki líðandi að fólk í endurkomubanni komist til landsins Fréttir bárust fyrir helgi af því að karlmaður hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Maðurinn hefur komið ítrekað til landsins á þremur mismunandi eftirnöfnum en hann sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Guðrún segir upp geta komið tilfelli hér á landi, vegna aðildar Íslands að Schengen, að einstaklingar í endurkomubanni komist inn fyrir landamærin. Það sé ekki líðandi. Hún segir til greina koma að setja upp andlitsgreiningarkerfi á Leifsstöð. „Það er alltaf verið að skoða á hverjum tíma hvernig er best að tryggja öryggi landamæranna. Þetta er eitt af því sem verið er að skoða í því sambandi,“ segir Guðrún. Innt eftir því hvort þetta sé ekki verkefni sem verði bara að taka ákvörðun um og ráðast í segir hún að taka þurfi tillit til kostnaðar. „Þetta er dýrt. Það er ekki bara það að kaupa tækjabúnaðinn. Við verðum líka að geta rekið hann og keyrt hann inn í kerfin. Við erum aðilar að Schengen-samstarfinu og það gefur okkur tækifæri til þess að tengjast kerfum Schengen-ríkjanna. Það þýðir að þegar fólk kemur til landsins er því flett upp í kerfunum.“ Rætt var við Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis á föstudag. Þar rifjaði hann það upp að hafa keypt andlitsgreiningarkerfi til að nota á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmum tveimur áratugum. Kerfið var hins vegar ekki notað, þó svo að búið hafi verið að setja það upp, þar sem ekki fengust heimildir frá þáverandi ríkislögreglustjóra til þess. „Það kom þannig til að yfirlögregluþjónn hjá embættinu kom af sýningu í Bandaríkjunum og sagði mér frá því að það væri verið að þróa búnað sem gæti greint andlit í gegnum myndavélakerfi. Mér fannst þetta svo heillandi mál að við fórum að skoða þetta nánar og fengum framleiðanda þessa kerfis til Íslands og hann kynnti þetta fyrir okkur. Til að gera langa sögu stutta þá tókst mér að útvega fjármagn frá flugstöðinni og flugvellinum,“ sagði Jóhann í viðtalinu. Þurftu bara að horfa í myndavélina í sekúndubrot Í upphafi þáttarins rifjar Kristófer Helgason það upp að hafa tekið viðtal við Jóhann fyrir tuttugu árum síðan um innleiðingu andlitsgreiningarkerfisins. Jóhann segir búnaðinn til andlitsgreininga hafa verið keyptan af embætti lögreglunnar á Suðurnesjum og til staðið að hefja notkun á honum. „Við keyptum ofurlinsur í ákveðnar vélar í myndavélakerfi flugstöðvarinnar, settum þær á ákveðin svæði og okkur tókst að fá 100 prósent virkni. Menn þurftu ekki að horfa nema sekúndubrot í myndavélina og þá náðum við að taka nógu margar myndir til að kerfið virkaði,“ segir Jóhann. Fengu ekki leyfi Hann segir búnaðinn hafa vakið mikla athygli erlendis í kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana í New York í september 2001, þegar mikil umræða skapaðist um öryggi og eftirlit á flugvöllum. Þá hafi framleiðandi kerfisins vakið athygli á að ein flugstöð í heiminum notaði slíkt kerfi og það væri Keflavíkurflugvöllur. Jóhann segir að í kjölfar þess að öll tæknileg mál voru leyst og búnaðurinn tilbúinn til notkunar hafi einfaldlega ekki fengist leyfi til að nota hann. „Við fengum einfaldlega ekki leyfi þáverandi ríkislögreglustjóra til að starfrækja þennan búnað. Við þurftum í fyrsta lagi leyfi til að starfrækja búnaðinn og í öðru lagi þurftum við að fá aðgang að vegabréfamyndagrunni. Við gátum ekki sett þennan búnað í notkun. Við fengum bara ekki leyfi. Búnaðurinn er eflaust einhvers staðar rykfallinn uppi í skáp.“ Hann segist ekki muna hverjar ástæður þess voru að ekki fékkst leyfi til að nota búnaðinn. Á þessum tíma hafi hins vegar verið í þróun annað eftirlitskerfi á vellinum, svokallað gátlistakerfi. „Sem hefur núna verið til umfjöllunar. Við vorum þá að keyra farþegalista í gegnum ákveðna gagnagrunna. Við í raun leystum þau vandamál, sem við vorum að glíma við þá, hvernig við gátum styrkt landamærin með því að þróa svokölluð rafræn landamæri. Við vorum búin að klára þá vinnu árið 2002. Þá vorum við komin með 100 prósent kerfi, sem sagði okkur hverjir færu yfir landamæri ríkisins. Við meira að segja vorum með Norrænu, Akureyri og Reykjavíkurflugvöll inni í þessu kerfi.“ Skilur ekki hvers vegna andlitsgreiningarkerfi er ekki notað Hann segir búnað sem þennan vel geta stöðvað einstaklinga, eins og þann sem nefndur var hér að ofan, við það að koma síendurtekið inn í landið án leyfis. „Svona kerfi kostar örugglega brot af því sem það kostaði á sínum tíma og var það samt ekki dýrt. Ég man að það kostaði átta milljónir þá, það myndi kosta miklu minna í dag. Ef slíkt kerfi væri til staðar í dag, það væru teknar myndir af öllum sem væri brottvísað og frávísað, þá ættu þeir ekki að komast inn í landið,“ segir Jóhann. Hann segist ekki skilja hvers vegna landamæri ríkisins eru „svona lek“ eins og hann orðar það. „Menn þurfa að hafa sýn, stefnu og vilja til að hafa hlutina í lagi. Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna þessar brotalamir eru í þessu kerfi. Ég skil ekki hvers vegna andlitsgreinar eru ekki fyrir lifandis, lifandis löngu komnir í flugstöðina og á landamærin. Ég skil ekki heldur af hverju byrjaðar eru að myndast eyður í þessu gátlistakerfi.“ Hlusta má á viðtalið við Jóhann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Lögreglumál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. 7. mars 2024 12:15 Farþegalistar flugfélaga Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. 21. febrúar 2024 11:00 Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. 24. janúar 2024 12:07 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
„Staðan er þannig í dag að 93% allra farþega sem koma til landsins eru að koma eftir listum, þannig að íslensk stjórnvöld eru í dag að fá afhentar upplýsingar um 93% af öllum farþegum sem hingað til lands ferðast,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fjögur flugfélög skili ekki inn listum. Hún segir það vegna þess að á Íslandi eigi eftir að innleiða tilskipun Evrópusambandsins, sem kölluð er PNR og öll aðildarríki ESB hafa leitt í sín lög. Sú tilskipun kveður á um að öllum flugfélögum sé skylt að skila inn listum um þá farþega sem með þeim ferðast. Hún segist eiga von á því að PNR verði tekin í gildi hér á landi í sumar. Ekki líðandi að fólk í endurkomubanni komist til landsins Fréttir bárust fyrir helgi af því að karlmaður hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Maðurinn hefur komið ítrekað til landsins á þremur mismunandi eftirnöfnum en hann sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Guðrún segir upp geta komið tilfelli hér á landi, vegna aðildar Íslands að Schengen, að einstaklingar í endurkomubanni komist inn fyrir landamærin. Það sé ekki líðandi. Hún segir til greina koma að setja upp andlitsgreiningarkerfi á Leifsstöð. „Það er alltaf verið að skoða á hverjum tíma hvernig er best að tryggja öryggi landamæranna. Þetta er eitt af því sem verið er að skoða í því sambandi,“ segir Guðrún. Innt eftir því hvort þetta sé ekki verkefni sem verði bara að taka ákvörðun um og ráðast í segir hún að taka þurfi tillit til kostnaðar. „Þetta er dýrt. Það er ekki bara það að kaupa tækjabúnaðinn. Við verðum líka að geta rekið hann og keyrt hann inn í kerfin. Við erum aðilar að Schengen-samstarfinu og það gefur okkur tækifæri til þess að tengjast kerfum Schengen-ríkjanna. Það þýðir að þegar fólk kemur til landsins er því flett upp í kerfunum.“ Rætt var við Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Reykjavík síðdegis á föstudag. Þar rifjaði hann það upp að hafa keypt andlitsgreiningarkerfi til að nota á Keflavíkurflugvelli fyrir rúmum tveimur áratugum. Kerfið var hins vegar ekki notað, þó svo að búið hafi verið að setja það upp, þar sem ekki fengust heimildir frá þáverandi ríkislögreglustjóra til þess. „Það kom þannig til að yfirlögregluþjónn hjá embættinu kom af sýningu í Bandaríkjunum og sagði mér frá því að það væri verið að þróa búnað sem gæti greint andlit í gegnum myndavélakerfi. Mér fannst þetta svo heillandi mál að við fórum að skoða þetta nánar og fengum framleiðanda þessa kerfis til Íslands og hann kynnti þetta fyrir okkur. Til að gera langa sögu stutta þá tókst mér að útvega fjármagn frá flugstöðinni og flugvellinum,“ sagði Jóhann í viðtalinu. Þurftu bara að horfa í myndavélina í sekúndubrot Í upphafi þáttarins rifjar Kristófer Helgason það upp að hafa tekið viðtal við Jóhann fyrir tuttugu árum síðan um innleiðingu andlitsgreiningarkerfisins. Jóhann segir búnaðinn til andlitsgreininga hafa verið keyptan af embætti lögreglunnar á Suðurnesjum og til staðið að hefja notkun á honum. „Við keyptum ofurlinsur í ákveðnar vélar í myndavélakerfi flugstöðvarinnar, settum þær á ákveðin svæði og okkur tókst að fá 100 prósent virkni. Menn þurftu ekki að horfa nema sekúndubrot í myndavélina og þá náðum við að taka nógu margar myndir til að kerfið virkaði,“ segir Jóhann. Fengu ekki leyfi Hann segir búnaðinn hafa vakið mikla athygli erlendis í kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana í New York í september 2001, þegar mikil umræða skapaðist um öryggi og eftirlit á flugvöllum. Þá hafi framleiðandi kerfisins vakið athygli á að ein flugstöð í heiminum notaði slíkt kerfi og það væri Keflavíkurflugvöllur. Jóhann segir að í kjölfar þess að öll tæknileg mál voru leyst og búnaðurinn tilbúinn til notkunar hafi einfaldlega ekki fengist leyfi til að nota hann. „Við fengum einfaldlega ekki leyfi þáverandi ríkislögreglustjóra til að starfrækja þennan búnað. Við þurftum í fyrsta lagi leyfi til að starfrækja búnaðinn og í öðru lagi þurftum við að fá aðgang að vegabréfamyndagrunni. Við gátum ekki sett þennan búnað í notkun. Við fengum bara ekki leyfi. Búnaðurinn er eflaust einhvers staðar rykfallinn uppi í skáp.“ Hann segist ekki muna hverjar ástæður þess voru að ekki fékkst leyfi til að nota búnaðinn. Á þessum tíma hafi hins vegar verið í þróun annað eftirlitskerfi á vellinum, svokallað gátlistakerfi. „Sem hefur núna verið til umfjöllunar. Við vorum þá að keyra farþegalista í gegnum ákveðna gagnagrunna. Við í raun leystum þau vandamál, sem við vorum að glíma við þá, hvernig við gátum styrkt landamærin með því að þróa svokölluð rafræn landamæri. Við vorum búin að klára þá vinnu árið 2002. Þá vorum við komin með 100 prósent kerfi, sem sagði okkur hverjir færu yfir landamæri ríkisins. Við meira að segja vorum með Norrænu, Akureyri og Reykjavíkurflugvöll inni í þessu kerfi.“ Skilur ekki hvers vegna andlitsgreiningarkerfi er ekki notað Hann segir búnað sem þennan vel geta stöðvað einstaklinga, eins og þann sem nefndur var hér að ofan, við það að koma síendurtekið inn í landið án leyfis. „Svona kerfi kostar örugglega brot af því sem það kostaði á sínum tíma og var það samt ekki dýrt. Ég man að það kostaði átta milljónir þá, það myndi kosta miklu minna í dag. Ef slíkt kerfi væri til staðar í dag, það væru teknar myndir af öllum sem væri brottvísað og frávísað, þá ættu þeir ekki að komast inn í landið,“ segir Jóhann. Hann segist ekki skilja hvers vegna landamæri ríkisins eru „svona lek“ eins og hann orðar það. „Menn þurfa að hafa sýn, stefnu og vilja til að hafa hlutina í lagi. Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna þessar brotalamir eru í þessu kerfi. Ég skil ekki hvers vegna andlitsgreinar eru ekki fyrir lifandis, lifandis löngu komnir í flugstöðina og á landamærin. Ég skil ekki heldur af hverju byrjaðar eru að myndast eyður í þessu gátlistakerfi.“ Hlusta má á viðtalið við Jóhann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Lögreglumál Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. 7. mars 2024 12:15 Farþegalistar flugfélaga Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. 21. febrúar 2024 11:00 Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. 24. janúar 2024 12:07 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Sjá meira
Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. 7. mars 2024 12:15
Farþegalistar flugfélaga Nú nýlega hefur komið í ljós að nokkur flugfélög sem fljúga til Keflavíkurflugvallar hafa neitað að láta af hendi farþegalista áður en flogið er. Þetta er bagalegt og gerir íslenskum yfirvöldum erfiðara fyrir að vinna nauðsynlegar athuganir. 21. febrúar 2024 11:00
Óánægður með viðbragðsleysi vegna lögbrota flugfélaganna Tíu flugfélög afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til lands frá Schengen-löndum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir listana mikilvæga fyrir lögregluna en dæmi eru um að erlendir brotamenn komist hingað til lands með þessum hætti. 24. janúar 2024 12:07