Ójöfnuður - andhverfa lýðræðis Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 17. mars 2024 08:00 Thomas Piketty, franski hagfræðingurinn víðfrægi, hefur svarað spurningunni: Hvers vegna hefur hinn hnattvæddi kapitalismi valdið sívaxandi ójöfnuði innan hinna þróuðu samfélaga samtímans? Hann hefur birt niðurstöðurnar í tveimur öndvegisritum: Capital in the 21st Century ogCapital and ideology. Hann og samstarfsmenn hans hafa rannsakað fjallháa bunka af upplýsingum um efnið,sem leynast í hagtölum hinna þróuðu ríkja Evrópu og Ameríku seinustu tvær aldir. Svarið er að finna í eftirfarandi jöfnu: r > g Þetta þýðir í mæltu máli: Fjármagnstekjur – hagnaður, arður, vextir, leigutekjur o.s.frv. eru hærri en hagvöxtur til lengri tíma. Þetta þýðir, að kapitalisminn hefur innbyggða tilhneigingu til að safna auði á fáar hendur. Staðreyndir sýna, að samþjöppun auðs og fjármagnstekna í höndum fámennrar elítu fjármagnseigenda hefur aftur náð himinhæðum til jafns við það sem var upp úr fyrra stríði, í aðdraganda heimskreppunnar miklu milli 1930-40. Þetta hefur gerst í kjölfar valdatöku Reagans/Thatchers um 1980, á tímabili nýfrjálshyggjunnar, sem kennd er við Hayek/Friedman. Á þessu tímabili leysti nýfrjálshyggjan hið félagslega markaðskerfi af hólmi, en gullöld þess var upp úr seinna stríði fram undir 1980. Það var líka gullöld jafnaðarstefnunnar, því að lífskjör almennings fóru ört batnandi, hagvöxtur var ör, kreppur heyrðu til undantekninga og jöfnuður eigna- og tekjuskiptingar fór vaxandi. Vegvísar ójöfnuðar Hér verða nefndir til sögunnar fimm vegvísar, sem skýra hvers vegna ójöfnuður hefur farið hraðvaxandi á þessu tímabili: 1. Skammtímaarður. Árið 1996 fengu tveir bandarískir hagfræðingar Nóbelsverðlaunin fyrir nýstárlega hagfræðikenningu. Samkvæmt henni ætti eina markmið framkvæmdastjóra fyrirtækja vera að hámarka arð hluthafa. Það væri jafnframt eini réttmæti mælikvarðinn á starfsárangur þeirra. Hækkandi verðgildi (e. value) hlutabréfa og ársfjórðungslegur arður huthafa væri í senn markmið og mælikvarði á starfsárangur. Ekkert annað. Þar með var höfuðáhersla lögð á skammtímafrjárfestingar, sem skiluðu skjótum arði. Langtímafjárfestingar sátu á hakanum. Skammtímabrask með hlutabréf og veðtryggðar fasteignir varð meginviðfangsefni fjármálastofnana. Hllutabréfakaup í eigin fyrirtækjum, oft fyrir lánsfé (til að halda uppi verði hlutabréfa) og fjandsamleg yfirtaka keppinauta urðu ær og kýr forstjóranna í þeim tilgangi að öðlast ráðandi markaðsstöðu. Einokun og fákeppni urðu æ algengari. Laun forstjóra og fríðindi ruku upp úr öllu valdi og skapandi bókhald varð sérstök fræðigrein. Skv. OECD voru meðallaun forstjóra helstu auðhringa í Bandaríkjunum 42 sinnum meðallaun launþega árið 1980. Árið 2016 var bilið milli launamannsins og forstjórans orðið 1:347. Græðgin fór offari. Skv. sömu heimild átti 1% hinna ríkustu í Bandaríkjunum 40% af öllum fjárhagslegum eignum. Í Bandaríkjunum hafa framlög fyrirtækja til frambjóðenda og flokka fimmtugfaldast frá því að Hæstiréttur úrskurðaði að slík framlög heyrðu undir málfrelsisákvæði stjórnarskránnar. Lýðræðið er bæði falt og mýlt. 2. Forræði fjármálageirans. Fjármálageirinn óx raunhagkerfinu yfir höfuð. Í kreppunni miklu (1930-40) innleiddu ríkisstjórnir ríkisábyrgð á innistæðum sparifjáreigenda til að forða áhlaupi á banka. Það hélt áfram, þótt bankar yrðu í vaxandi mæli áhættusæknir og skuldsettir í leit sinni að skyndigróða. Meginhluti útlána banka var í verðbréfabraski og á fasteignamörkuðum til að hámarka skammtímagróða hlutabréfaeigenda. Langtímafjárfestingar sátu á hakanum. Innviðir voru vanræktir. Það dró úr hagvexti og framleiðni. Kaupmáttur launa staðnaði eða minnkaði. Fasteignabraskið leiddi til bóluhagkerfis á húsnæðismörkuðum helstu borga. Allt leiddi þetta til bankahrunsins 2008-2009, og hins „glataða áratugar“ á evrusvæðinu. 3. Arðránskapitalismi. Gott dæmi um það fyrirbæri er, þegar aðgangur að auðlindum í þjóðareign er veittur án þess að eigandinn fái leigu/arð af nýtingu eignarinnar. Núverandi fiskveiðistjórnarkerfi á Íslandi er gott dæmi um það. Svartar skýrslur um ógnvænlegt ástand fiskistofna vegna ofveiði leiddi til þess, að í stað frjálsrar sóknar tók ríkið að sér úthlutun veiðiheimilda. Veiðiheimildirnar voru upphaflega veittar tímabundið þáverandi úgerðarmönnum. Þótt lög kveði á um þjóðareign auðlindarinnar, fékk eigandinn enga leigu/arð af eign sinni umfram kostnað af þjónustu við sjávarútveginn. Veiðiheimildirnar, sem eru mjög fémætar, eru meðhöndlaðar sem einkaeign útgerðaraðila: Þær ganga kaupum og sölum, eru veðsettar, arfleiddar o.s. frv.Kerfið hefur áratugum saman malað einkaleyfishöfum veiðiheimildanna gull í skjóli pólitísks valds.Fjárhagsvald einkaleyfishafanna er úr öllu hófi, miðað við stærð hagkerfisins, til kaupa á fyrirtækjum í óskyldum greinum, til kaupa á pólitískum áhrifum, fjölmiðlum, kjördæmum og stjórnmálaflokkum. Þetta er bein ógn við lýðræðið í landinu. Samanburðurinn við Noreg segir allt sem segja þarf. Frá því að olía og gas fannst í norskri lögsögu upp úr 1970 hafa norsk stjórnvöld látið „auðlindarentuna“ ganga að mestu í sérstakan þjóðarsjóð, sem nú er einhver öflugasti fjárfestingasjóður í heimi - og Noregur skuldlaust land. Auðlindastefna Norðmanna er til fyrirmyndar öðrum þjóðum. 4. Skattsvik. Fjölþjóðlegir auðhringir ráða lögum og lofum í heimshagkerfinu. Margir þeirra ráða framboðskeðjunni (e. supply chain), allt frá auðlindanýtingu eða hráefnisöflun til smásöludreifingar. Í hnattvæddum heimi eru þessir auðhringar ekki lengur heitbundnir þjóðríkinu. Það er alsiða, að þeir skrá aðalstöðvar (og þar með skattskyldu) í skattaparadísum og efna þar með til samkeppni niður- á- við í sköttum þjóðríkja. Svo rammt kveður að þessu, að margir fjölþjóðlegir auðhringir greiða enga skatta í heimalöndum sínum. Þetta er aðför að velferðarríkjum samtímans. Sem og aðför að réttarríkinu, því að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Það er ekki svo í landi hans hátignar Karls Bretakóngs: Þriðjungur af erfðaauði bresku yfirstéttarinnar er skráður í skattaparadísum. Biden Bandaríkjaforseti sannfærði G-20- ríkjahópinn um að taka upp 15% lágmarksskatt til ríkja, þar sem starfsemin fer raunverulega fram. Um 130 ríki hafa samþykkt skattinn, þótt of snemmt sé að spá fyrir um árangurinn. Hefur Ísland innleitt skattinn? 5. Vinnumarkaðspólitík. Fjármagnið er alþjóðlegt, en vinnan er (að mestu) staðbundin (e. local). Eitt af einkennum hnattvæðingarinnar hefur verið af-iðnvæðing margra iðnvæddra ríkja, þ.m.t. Bandaríkjanna og Bretlands. Iðnaðarframleiðsla hefur flust úr landi til láglaunasvæða í þróunarríkjum, í fyrstu aðallega til Kína. Talið er, að Bandaríkin hafi af þessum sökum tapað um 2,5 milljónum starfa til Kína og 1.5 milljónir starfa til annarra landa – eða vegna tækniþróunar (e. automation). Heilu fylkin í Bandaríkjunum og námu- og iðnaðarhéruð Bretlands standa eftir með sviðna jörð. Ríkisstjórnir þessara landa hafa ekki brugðist við með sýnilegum árangri. Fólkinu sem orðið hefur fyrir barðinu á þessari þróun finnst það vera vanrækt og yfirgefið. Hefndin er Trump. Afleiðingarnar geta orðið háskalegar fyrir NATO og þar af leiðandi fyrir Evrópu og Úkraínu. Annað auðkenni þessarar þróunar lýsir sér í hnignun verkalýðshreyfingarinnar. Hlutfall launþega á vinnumarkaði, sem njóta verndar verkalýðsfélaga, hefur snarlækkað. Þetta hefur veikt samningsstöðu launþega. Launahækkanir eru ekki lengur í takt við framleiðniaukningu. Afleiðingin er stöðnun kaupmáttar. Ný undirstétt er í gerjun, sem nýtur hvorki lágmarksréttinda né starfsöryggis – ný öreigastétt mitt í allsnægtunum (e. precariat). Viðbrögð Dana við þessari þróun vöktu heimsathygli. Þeir sýndu, að unnt er að bregðast við breytingum af þessu tagi með virkri vinnumarkaðspólitík. Þeir kvöddu saman atvinnurekendur, verkalýðshreyfingu og akademíu og skipulögðu starfsþjálfun til undirbúnings nýjum störfum í tæknigreinum. Þeir kölluðu aðgerðaáætlun sína flexicure . Hún skilaði tilætluðum árangri. Óbeislað markaðskerfi - ógn við lýðræðið Það er kominn tími til að leiðrétta þann útbreidda misskilning, að markaðir og hið lýðræðislega ríkisvald séu andstæðir pólar. Markaðir eru gerðir af manna höndum. Staðreyndin er sú, að virkir samkeppnismarkaðir þrífast ekki nema í skjóli öflugs ríkisvalds. Þar sem ríkisvald er veikt, fara markaðir gjarnan úr skorðum. Ef markaðir eru látnir afskiptalausir, hafa þeir tilhneigingu til að fara sjálfum sér að voða: Fyrst með því að fjölþjóðlegir auðhringir reyna að ná ráðandi markaðsstöðu – einokun eða fákeppni. Í öðru lagi hafa markaðir innbyggða tilhneigingu til samþjöppunar auðs í hendur fámennrar elítu fjármagnseigenda. Þess vegna er öflug verkalýðshreyfing nauðsynlegt andófsafl (e.countervailing power). Í þriðja lagi er sagan ótvíræður vitnisburður um það, að án ríkisafskipta hafa markaðir innbyggða tilhneigingu til að brotlenda í fjármálakreppum. Markaðir eru ekki sjálf-leiðréttandi. Það er ástæðan fyrir því, að virkir samkeppnismarkaðir þurfa beinlínis á afskiptum hins lýðræðislega ríkisvalds og eftirliti að halda. Öfugmæli aldarinnar Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti sagði eitt sinn í framboðsræðu, sem frægt er orðið: „Níu hættulegustu orð enskrar tungu eru þessi: „Ég er frá ríkisstjórninni og ég er hér til að hjálpa“. Hann renndi ekki í grun þá (1980), að nýfrjálshyggjutímabilið, sem hann innleiddi, myndi brotlenda í allsherjar hruni,sem framkallaði dýrasta björgunarleiðangur ríkisins (skattgreiðenda), sem sagan kann frá að greina. Reikningurinn hljóðaði upp á mörg hundruð milljarða dollara. Það varð markaðsbrestur. Markaðurinn leiðrétti sig ekki sjálfur. Ríkið varð að koma og hjálpa. Reynslan sýnir að markaðskerfi – án afskipta ríkisins – fullnægir ekki væntingum fólks um almenna velsæld öllum til handa, hvað þá heldur kröfum um félagslegt öryggi á miklum breytingartímum. Til þess þurfum við á að halda félagslegu markaðskerfi. Því er best lýst með orðum prófessors Acemoglu: „Félagslegt markaðskerfi hemur öfga markaðarins, dregur úr ójöfnuði og stendur vörð um afkomu þeirra sem minnst mega sín...í fáum orðum sagt:Hið evrópska „social-democracy“ er kerfi sem nýtir kosti markaðarins þar sem þeir njóta sín; útilokar ekki markaðskerfið en bægir burt öfgum þess.“ Hið lýðræðislega ríkisvald þarf að ná aftur völdum. Þetta er það sem við höfum lært af fjármálakreppunni 2007-08 og af heimsfaraldrinum (Covid-19). Við lifum á stormasömum tímum. Við erum stödd í miðri tæknibyltingu sem er að breyta lífsskilyrðum okkar í grundvallaratriðum. AI – gervigreindin – mun samkvæmt heimildum þeirra sem gerst þekkja til útrýma helmingi núverandi starfa í náinni framtíð. Við getum slegið því föstu að þeir sem eiga og ráða vélmennunum munu sanka að sér miklum auði á sama tíma og fjöldi vinnandi fólks mun missa störf sín. Þessu til viðbótar stöndum við frammi fyrir loftslagsvánni. Við vitum fyrir víst að umskiptin frá mengandi jarðefnaeldsneytis til grænnar orku mun ekki gerast án afskipta ríkisins. Einn hinna annáluðu hugsuða „New Deal“ Roosevelts Bandaríkjaforseta, sem bjargaði okkur frá heimskreppunni (1929-40), hæstaréttardómarinn Brandeis, komst eitt sinn svo að orði: „Við getum haft samþjöppun auðs í höndum hinna fáu eða við getum búið við lýðræði - en við getum ekki bæði sleppt og haldið og búið við hvort tveggja í senn.“ Þetta er hverju orði sannara enn í dag. (Höfundurvar fjármálaráðherra og ráðherra utanríkismála Íslands 1987-95). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Bandaríkin Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Thomas Piketty, franski hagfræðingurinn víðfrægi, hefur svarað spurningunni: Hvers vegna hefur hinn hnattvæddi kapitalismi valdið sívaxandi ójöfnuði innan hinna þróuðu samfélaga samtímans? Hann hefur birt niðurstöðurnar í tveimur öndvegisritum: Capital in the 21st Century ogCapital and ideology. Hann og samstarfsmenn hans hafa rannsakað fjallháa bunka af upplýsingum um efnið,sem leynast í hagtölum hinna þróuðu ríkja Evrópu og Ameríku seinustu tvær aldir. Svarið er að finna í eftirfarandi jöfnu: r > g Þetta þýðir í mæltu máli: Fjármagnstekjur – hagnaður, arður, vextir, leigutekjur o.s.frv. eru hærri en hagvöxtur til lengri tíma. Þetta þýðir, að kapitalisminn hefur innbyggða tilhneigingu til að safna auði á fáar hendur. Staðreyndir sýna, að samþjöppun auðs og fjármagnstekna í höndum fámennrar elítu fjármagnseigenda hefur aftur náð himinhæðum til jafns við það sem var upp úr fyrra stríði, í aðdraganda heimskreppunnar miklu milli 1930-40. Þetta hefur gerst í kjölfar valdatöku Reagans/Thatchers um 1980, á tímabili nýfrjálshyggjunnar, sem kennd er við Hayek/Friedman. Á þessu tímabili leysti nýfrjálshyggjan hið félagslega markaðskerfi af hólmi, en gullöld þess var upp úr seinna stríði fram undir 1980. Það var líka gullöld jafnaðarstefnunnar, því að lífskjör almennings fóru ört batnandi, hagvöxtur var ör, kreppur heyrðu til undantekninga og jöfnuður eigna- og tekjuskiptingar fór vaxandi. Vegvísar ójöfnuðar Hér verða nefndir til sögunnar fimm vegvísar, sem skýra hvers vegna ójöfnuður hefur farið hraðvaxandi á þessu tímabili: 1. Skammtímaarður. Árið 1996 fengu tveir bandarískir hagfræðingar Nóbelsverðlaunin fyrir nýstárlega hagfræðikenningu. Samkvæmt henni ætti eina markmið framkvæmdastjóra fyrirtækja vera að hámarka arð hluthafa. Það væri jafnframt eini réttmæti mælikvarðinn á starfsárangur þeirra. Hækkandi verðgildi (e. value) hlutabréfa og ársfjórðungslegur arður huthafa væri í senn markmið og mælikvarði á starfsárangur. Ekkert annað. Þar með var höfuðáhersla lögð á skammtímafrjárfestingar, sem skiluðu skjótum arði. Langtímafjárfestingar sátu á hakanum. Skammtímabrask með hlutabréf og veðtryggðar fasteignir varð meginviðfangsefni fjármálastofnana. Hllutabréfakaup í eigin fyrirtækjum, oft fyrir lánsfé (til að halda uppi verði hlutabréfa) og fjandsamleg yfirtaka keppinauta urðu ær og kýr forstjóranna í þeim tilgangi að öðlast ráðandi markaðsstöðu. Einokun og fákeppni urðu æ algengari. Laun forstjóra og fríðindi ruku upp úr öllu valdi og skapandi bókhald varð sérstök fræðigrein. Skv. OECD voru meðallaun forstjóra helstu auðhringa í Bandaríkjunum 42 sinnum meðallaun launþega árið 1980. Árið 2016 var bilið milli launamannsins og forstjórans orðið 1:347. Græðgin fór offari. Skv. sömu heimild átti 1% hinna ríkustu í Bandaríkjunum 40% af öllum fjárhagslegum eignum. Í Bandaríkjunum hafa framlög fyrirtækja til frambjóðenda og flokka fimmtugfaldast frá því að Hæstiréttur úrskurðaði að slík framlög heyrðu undir málfrelsisákvæði stjórnarskránnar. Lýðræðið er bæði falt og mýlt. 2. Forræði fjármálageirans. Fjármálageirinn óx raunhagkerfinu yfir höfuð. Í kreppunni miklu (1930-40) innleiddu ríkisstjórnir ríkisábyrgð á innistæðum sparifjáreigenda til að forða áhlaupi á banka. Það hélt áfram, þótt bankar yrðu í vaxandi mæli áhættusæknir og skuldsettir í leit sinni að skyndigróða. Meginhluti útlána banka var í verðbréfabraski og á fasteignamörkuðum til að hámarka skammtímagróða hlutabréfaeigenda. Langtímafjárfestingar sátu á hakanum. Innviðir voru vanræktir. Það dró úr hagvexti og framleiðni. Kaupmáttur launa staðnaði eða minnkaði. Fasteignabraskið leiddi til bóluhagkerfis á húsnæðismörkuðum helstu borga. Allt leiddi þetta til bankahrunsins 2008-2009, og hins „glataða áratugar“ á evrusvæðinu. 3. Arðránskapitalismi. Gott dæmi um það fyrirbæri er, þegar aðgangur að auðlindum í þjóðareign er veittur án þess að eigandinn fái leigu/arð af nýtingu eignarinnar. Núverandi fiskveiðistjórnarkerfi á Íslandi er gott dæmi um það. Svartar skýrslur um ógnvænlegt ástand fiskistofna vegna ofveiði leiddi til þess, að í stað frjálsrar sóknar tók ríkið að sér úthlutun veiðiheimilda. Veiðiheimildirnar voru upphaflega veittar tímabundið þáverandi úgerðarmönnum. Þótt lög kveði á um þjóðareign auðlindarinnar, fékk eigandinn enga leigu/arð af eign sinni umfram kostnað af þjónustu við sjávarútveginn. Veiðiheimildirnar, sem eru mjög fémætar, eru meðhöndlaðar sem einkaeign útgerðaraðila: Þær ganga kaupum og sölum, eru veðsettar, arfleiddar o.s. frv.Kerfið hefur áratugum saman malað einkaleyfishöfum veiðiheimildanna gull í skjóli pólitísks valds.Fjárhagsvald einkaleyfishafanna er úr öllu hófi, miðað við stærð hagkerfisins, til kaupa á fyrirtækjum í óskyldum greinum, til kaupa á pólitískum áhrifum, fjölmiðlum, kjördæmum og stjórnmálaflokkum. Þetta er bein ógn við lýðræðið í landinu. Samanburðurinn við Noreg segir allt sem segja þarf. Frá því að olía og gas fannst í norskri lögsögu upp úr 1970 hafa norsk stjórnvöld látið „auðlindarentuna“ ganga að mestu í sérstakan þjóðarsjóð, sem nú er einhver öflugasti fjárfestingasjóður í heimi - og Noregur skuldlaust land. Auðlindastefna Norðmanna er til fyrirmyndar öðrum þjóðum. 4. Skattsvik. Fjölþjóðlegir auðhringir ráða lögum og lofum í heimshagkerfinu. Margir þeirra ráða framboðskeðjunni (e. supply chain), allt frá auðlindanýtingu eða hráefnisöflun til smásöludreifingar. Í hnattvæddum heimi eru þessir auðhringar ekki lengur heitbundnir þjóðríkinu. Það er alsiða, að þeir skrá aðalstöðvar (og þar með skattskyldu) í skattaparadísum og efna þar með til samkeppni niður- á- við í sköttum þjóðríkja. Svo rammt kveður að þessu, að margir fjölþjóðlegir auðhringir greiða enga skatta í heimalöndum sínum. Þetta er aðför að velferðarríkjum samtímans. Sem og aðför að réttarríkinu, því að allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Það er ekki svo í landi hans hátignar Karls Bretakóngs: Þriðjungur af erfðaauði bresku yfirstéttarinnar er skráður í skattaparadísum. Biden Bandaríkjaforseti sannfærði G-20- ríkjahópinn um að taka upp 15% lágmarksskatt til ríkja, þar sem starfsemin fer raunverulega fram. Um 130 ríki hafa samþykkt skattinn, þótt of snemmt sé að spá fyrir um árangurinn. Hefur Ísland innleitt skattinn? 5. Vinnumarkaðspólitík. Fjármagnið er alþjóðlegt, en vinnan er (að mestu) staðbundin (e. local). Eitt af einkennum hnattvæðingarinnar hefur verið af-iðnvæðing margra iðnvæddra ríkja, þ.m.t. Bandaríkjanna og Bretlands. Iðnaðarframleiðsla hefur flust úr landi til láglaunasvæða í þróunarríkjum, í fyrstu aðallega til Kína. Talið er, að Bandaríkin hafi af þessum sökum tapað um 2,5 milljónum starfa til Kína og 1.5 milljónir starfa til annarra landa – eða vegna tækniþróunar (e. automation). Heilu fylkin í Bandaríkjunum og námu- og iðnaðarhéruð Bretlands standa eftir með sviðna jörð. Ríkisstjórnir þessara landa hafa ekki brugðist við með sýnilegum árangri. Fólkinu sem orðið hefur fyrir barðinu á þessari þróun finnst það vera vanrækt og yfirgefið. Hefndin er Trump. Afleiðingarnar geta orðið háskalegar fyrir NATO og þar af leiðandi fyrir Evrópu og Úkraínu. Annað auðkenni þessarar þróunar lýsir sér í hnignun verkalýðshreyfingarinnar. Hlutfall launþega á vinnumarkaði, sem njóta verndar verkalýðsfélaga, hefur snarlækkað. Þetta hefur veikt samningsstöðu launþega. Launahækkanir eru ekki lengur í takt við framleiðniaukningu. Afleiðingin er stöðnun kaupmáttar. Ný undirstétt er í gerjun, sem nýtur hvorki lágmarksréttinda né starfsöryggis – ný öreigastétt mitt í allsnægtunum (e. precariat). Viðbrögð Dana við þessari þróun vöktu heimsathygli. Þeir sýndu, að unnt er að bregðast við breytingum af þessu tagi með virkri vinnumarkaðspólitík. Þeir kvöddu saman atvinnurekendur, verkalýðshreyfingu og akademíu og skipulögðu starfsþjálfun til undirbúnings nýjum störfum í tæknigreinum. Þeir kölluðu aðgerðaáætlun sína flexicure . Hún skilaði tilætluðum árangri. Óbeislað markaðskerfi - ógn við lýðræðið Það er kominn tími til að leiðrétta þann útbreidda misskilning, að markaðir og hið lýðræðislega ríkisvald séu andstæðir pólar. Markaðir eru gerðir af manna höndum. Staðreyndin er sú, að virkir samkeppnismarkaðir þrífast ekki nema í skjóli öflugs ríkisvalds. Þar sem ríkisvald er veikt, fara markaðir gjarnan úr skorðum. Ef markaðir eru látnir afskiptalausir, hafa þeir tilhneigingu til að fara sjálfum sér að voða: Fyrst með því að fjölþjóðlegir auðhringir reyna að ná ráðandi markaðsstöðu – einokun eða fákeppni. Í öðru lagi hafa markaðir innbyggða tilhneigingu til samþjöppunar auðs í hendur fámennrar elítu fjármagnseigenda. Þess vegna er öflug verkalýðshreyfing nauðsynlegt andófsafl (e.countervailing power). Í þriðja lagi er sagan ótvíræður vitnisburður um það, að án ríkisafskipta hafa markaðir innbyggða tilhneigingu til að brotlenda í fjármálakreppum. Markaðir eru ekki sjálf-leiðréttandi. Það er ástæðan fyrir því, að virkir samkeppnismarkaðir þurfa beinlínis á afskiptum hins lýðræðislega ríkisvalds og eftirliti að halda. Öfugmæli aldarinnar Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti sagði eitt sinn í framboðsræðu, sem frægt er orðið: „Níu hættulegustu orð enskrar tungu eru þessi: „Ég er frá ríkisstjórninni og ég er hér til að hjálpa“. Hann renndi ekki í grun þá (1980), að nýfrjálshyggjutímabilið, sem hann innleiddi, myndi brotlenda í allsherjar hruni,sem framkallaði dýrasta björgunarleiðangur ríkisins (skattgreiðenda), sem sagan kann frá að greina. Reikningurinn hljóðaði upp á mörg hundruð milljarða dollara. Það varð markaðsbrestur. Markaðurinn leiðrétti sig ekki sjálfur. Ríkið varð að koma og hjálpa. Reynslan sýnir að markaðskerfi – án afskipta ríkisins – fullnægir ekki væntingum fólks um almenna velsæld öllum til handa, hvað þá heldur kröfum um félagslegt öryggi á miklum breytingartímum. Til þess þurfum við á að halda félagslegu markaðskerfi. Því er best lýst með orðum prófessors Acemoglu: „Félagslegt markaðskerfi hemur öfga markaðarins, dregur úr ójöfnuði og stendur vörð um afkomu þeirra sem minnst mega sín...í fáum orðum sagt:Hið evrópska „social-democracy“ er kerfi sem nýtir kosti markaðarins þar sem þeir njóta sín; útilokar ekki markaðskerfið en bægir burt öfgum þess.“ Hið lýðræðislega ríkisvald þarf að ná aftur völdum. Þetta er það sem við höfum lært af fjármálakreppunni 2007-08 og af heimsfaraldrinum (Covid-19). Við lifum á stormasömum tímum. Við erum stödd í miðri tæknibyltingu sem er að breyta lífsskilyrðum okkar í grundvallaratriðum. AI – gervigreindin – mun samkvæmt heimildum þeirra sem gerst þekkja til útrýma helmingi núverandi starfa í náinni framtíð. Við getum slegið því föstu að þeir sem eiga og ráða vélmennunum munu sanka að sér miklum auði á sama tíma og fjöldi vinnandi fólks mun missa störf sín. Þessu til viðbótar stöndum við frammi fyrir loftslagsvánni. Við vitum fyrir víst að umskiptin frá mengandi jarðefnaeldsneytis til grænnar orku mun ekki gerast án afskipta ríkisins. Einn hinna annáluðu hugsuða „New Deal“ Roosevelts Bandaríkjaforseta, sem bjargaði okkur frá heimskreppunni (1929-40), hæstaréttardómarinn Brandeis, komst eitt sinn svo að orði: „Við getum haft samþjöppun auðs í höndum hinna fáu eða við getum búið við lýðræði - en við getum ekki bæði sleppt og haldið og búið við hvort tveggja í senn.“ Þetta er hverju orði sannara enn í dag. (Höfundurvar fjármálaráðherra og ráðherra utanríkismála Íslands 1987-95).
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar