Skoðun

Ekki vera Vil­hjálmur!

Viðar Eggertsson skrifar

Á dög­un­um birti Vil­hjálm­ur Bjarna­son fyrrv. þingmaður, grein í Morg­un­blaðinu um líf­eyr­is­sjóði og eft­ir­launa­kjör og var þar margt áhuga­vert frá grein­ar­höf­undi en annað því miður ekki al­veg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekk­ingu Vil­hjálms, sem og að upp­lýsa áhuga­sama um mál­efni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita.

Um meint­ar skemmt­an­ir og ferðalög

Vil­hjálm­ur hnjóðar í Lands­sam­band eldri borg­ara – LEB, seg­ir LEB einkum fást við „skemmt­an­ir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB held­ur eng­ar skemmt­an­ir og stend­ur ekki fyr­ir nein­um ferðalög­um.

Aft­ur á móti get­ur Vil­hjálm­ur, eins og all­ir aðrir sem náð hafa sex­tugs­aldri, um­svifa­laust gengið í eitt­hvert aðild­ar­fé­lag­anna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með fé­lög­um sín­um þar. Því fé­lög eldri borg­ara um allt land gegna mik­il­vægu hlut­verki. Flest sveit­ar­fé­lög hafa gert samn­inga við fé­lög­in til að styrkja bú­setu og lífs­skil­yrði eldri heima­manna, því ekk­ert þeirra vill vera án þess­ara kraft­miklu og mik­il­vægu út­svars­greiðenda sem fyr­ir þau eru Virði en ekki byrði.

Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki?

LEB er lands­sam­band allra 55 fé­laga eldri borg­ara og var stofnað fyr­ir 35 árum bein­lín­is til að berj­ast fyr­ir bætt­um kjör­um eldra fólks og öðrum sam­eig­in­leg­um hags­muna­mál­um. Vera mál­svari við stjórn­völd og fjöl­miðla t.d.

Kjara­mál hafa alltaf verið á odd­in­um hjá LEB, sem þó þarf að berj­ast án þeirra vopna sem verka­lýðsfé­lög hafa: samn­inga­borðs og verk­falla. Eldra fólk á eng­in önn­ur vopn en sam­taka­mátt­inn.

Straum­hvörf

Straum­hvörf urðu haustið 2016 þegar lög­um um al­manna­trygg­ing­ar var breytt á rót­tæk­an hátt af rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks með Bjarna Bene­dikts­son sem fjár­málaráðherra og Eygló Harðardótt­ur sem fé­lags­málaráðherra. Vil­hjálm­ur Bjarna­son sat þá á Alþingi í stjórn­ar­meiri­hlut­an­um. Lög­in tóku gildi 1. janú­ar 2017.

Rót­tæk umpól­un elli­líf­eyr­is

Helstu tíðind­in við þessa laga­breyt­ingu var umpól­un­in hvað varðar tvær meg­in­stoðir elli­líf­eyr­is eldra fólks.

Fram að laga­breyt­ing­unni var elli­líf­eyr­ir frá al­manna­trygg­ing­um fyrsta stoðin. Rétt­ur til elli­líf­eyr­is frá al­manna­trygg­ing­um var hugsaður sem áunn­in rétt­indi þeirra sem hafa verið á vinnu­markaði í 40 ár eða leng­ur og skilað sínu til rík­is og sveit­ar­fé­laga alla sína hunds- og katt­artíð.

Inn­eign í líf­eyr­is­sjóði hafði verið önn­ur stoð þeirra sem voru komn­ir á ald­ur með per­sónu­legri sjóðsöfn­un sam­kv. lög­um um líf­eyr­is­sjóði til að bæta kjör sín.

Við laga­breyt­ing­una varð per­sónu­leg­ur líf­eyr­is­sjóður eft­ir­launa­tak­ans fyrsta stoð en áunn­in rétt­indi frá al­manna­trygg­ing­um önn­ur stoð.

Þessu hef­ur LEB mót­mælt með öll­um til­tæk­um ráðum. Sú veg­ferð hef­ur hvorki verið ánægju­legt ferðalag né nokkr­um til skemmt­un­ar.

„Bæt­ur“

Með þess­ari rót­tæku umpól­un hef­ur stjórn­völd­um, þá ekki síst þeim fjár­málaráðherra sem hef­ur setið meira og minna síðasta ára­tug, Bjarna Bene­dikts­syni, verið tamt að inn­leiða orðið „bæt­ur“ um elli­líf­eyri frá al­manna­trygg­ing­um. Hann get­ur það því það var mein­ing­in með þess­ari umpól­un, að breyta greiðslum al­manna­trygg­inga í upp­bæt­ur fyr­ir þá sem eiga minna í líf­eyr­is­sjóði en næg­ir til lág­marks­fram­færslu.

Þannig skerðast greiðslur frá al­manna­trygg­ing­um við hærri greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum.

Tekju­teng­ing­ar kalla á skerðing­ar

All­ar tekj­ur koma til skerðing­ar á greiðslum frá al­manna­trygg­ing­um, en með frí­tekju­mörk­um.

Al­mennt frí­tekju­mark, sam­eig­in­legt fyr­ir líf­eyr­is­sjóðstekj­ur og fjár­magn­s­tekj­ur, upp á 25.000 kr. sem hef­ur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á átt­unda ár síðan sú krónu­tala var lög­fest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrn­un.

Bið eft­ir rétt­læti er að neita um rétt­læti

Í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra í sept­em­ber 2017 sagði þáver­andi stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Katrín Jak­obs­dótt­ir í frægri ræðu m.a.: „Stjórn­völd eiga ekki að biðja fá­tækt fólk á Íslandi að bíða eft­ir rétt­læti.“ Ekki liðu nema nokkr­ar vik­ur þar til ræðukona var orðin for­sæt­is­ráðherra.

Enn bíða fá­tæk­ir eft­ir­launa­tak­ar eft­ir rétt­læti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust und­ir yf­ir­skrift­inni: „Við bíðum… ekki leng­ur!“ með þátt­töku ráðherra, þing­manna, eldra fólks, verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og sér­fræðinga í kjör­um eldra fólks. Troðfullt var út úr dyr­um og málþing­inu streymt. Upp­töku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB

Áhersl­ur LEB: Við bíðum… ekki leng­ur!

Al­menn­ar aðgerðir:

  • Hækk­un frí­tekju­marks í a.m.k. 100.000 kr.
  • Elli­líf­eyr­ir al­manna­trygg­inga verði ekki lægri en lægsti launataxti
  • Árleg­ar hækk­an­ir líf­eyr­is og frí­tekju­marka fylgi launa­vísi­tölu
  • Heim­il­is­upp­bót falli und­ir lög nr. 100/​2007 um al­manna­trygg­ing­ar

Sér­tæk­ar aðgerðir fyr­ir þau verst settu:

  • Sér­stakt skattþrep / hækk­un per­sónu­afslátt­ar
  • Minni eða eng­ar skerðing­ar hjá þeim sem eru und­ir viður­kenndu fram­færslu­viðmiði
  • Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sér­stakt til­legg

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, sem og all­ir aðrir, er boðinn vel­kom­inn að leggj­ast á ár­arn­ar með LEB til bættra kjara fyr­ir eldra fólk.

Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×