Ekki vera Vilhjálmur! Viðar Eggertsson skrifar 11. mars 2024 16:01 Á dögunum birti Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður, grein í Morgunblaðinu um lífeyrissjóði og eftirlaunakjör og var þar margt áhugavert frá greinarhöfundi en annað því miður ekki alveg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekkingu Vilhjálms, sem og að upplýsa áhugasama um málefni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita. Um meintar skemmtanir og ferðalög Vilhjálmur hnjóðar í Landssamband eldri borgara – LEB, segir LEB einkum fást við „skemmtanir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB heldur engar skemmtanir og stendur ekki fyrir neinum ferðalögum. Aftur á móti getur Vilhjálmur, eins og allir aðrir sem náð hafa sextugsaldri, umsvifalaust gengið í eitthvert aðildarfélaganna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með félögum sínum þar. Því félög eldri borgara um allt land gegna mikilvægu hlutverki. Flest sveitarfélög hafa gert samninga við félögin til að styrkja búsetu og lífsskilyrði eldri heimamanna, því ekkert þeirra vill vera án þessara kraftmiklu og mikilvægu útsvarsgreiðenda sem fyrir þau eru Virði en ekki byrði. Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki? LEB er landssamband allra 55 félaga eldri borgara og var stofnað fyrir 35 árum beinlínis til að berjast fyrir bættum kjörum eldra fólks og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Vera málsvari við stjórnvöld og fjölmiðla t.d. Kjaramál hafa alltaf verið á oddinum hjá LEB, sem þó þarf að berjast án þeirra vopna sem verkalýðsfélög hafa: samningaborðs og verkfalla. Eldra fólk á engin önnur vopn en samtakamáttinn. Straumhvörf Straumhvörf urðu haustið 2016 þegar lögum um almannatryggingar var breytt á róttækan hátt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur sem félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Bjarnason sat þá á Alþingi í stjórnarmeirihlutanum. Lögin tóku gildi 1. janúar 2017. Róttæk umpólun ellilífeyris Helstu tíðindin við þessa lagabreytingu var umpólunin hvað varðar tvær meginstoðir ellilífeyris eldra fólks. Fram að lagabreytingunni var ellilífeyrir frá almannatryggingum fyrsta stoðin. Réttur til ellilífeyris frá almannatryggingum var hugsaður sem áunnin réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð. Inneign í lífeyrissjóði hafði verið önnur stoð þeirra sem voru komnir á aldur með persónulegri sjóðsöfnun samkv. lögum um lífeyrissjóði til að bæta kjör sín. Við lagabreytinguna varð persónulegur lífeyrissjóður eftirlaunatakans fyrsta stoð en áunnin réttindi frá almannatryggingum önnur stoð. Þessu hefur LEB mótmælt með öllum tiltækum ráðum. Sú vegferð hefur hvorki verið ánægjulegt ferðalag né nokkrum til skemmtunar. „Bætur“ Með þessari róttæku umpólun hefur stjórnvöldum, þá ekki síst þeim fjármálaráðherra sem hefur setið meira og minna síðasta áratug, Bjarna Benediktssyni, verið tamt að innleiða orðið „bætur“ um ellilífeyri frá almannatryggingum. Hann getur það því það var meiningin með þessari umpólun, að breyta greiðslum almannatrygginga í uppbætur fyrir þá sem eiga minna í lífeyrissjóði en nægir til lágmarksframfærslu. Þannig skerðast greiðslur frá almannatryggingum við hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjutengingar kalla á skerðingar Allar tekjur koma til skerðingar á greiðslum frá almannatryggingum, en með frítekjumörkum. Almennt frítekjumark, sameiginlegt fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur, upp á 25.000 kr. sem hefur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á áttunda ár síðan sú krónutala var lögfest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrnun. Bið eftir réttlæti er að neita um réttlæti Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017 sagði þáverandi stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir í frægri ræðu m.a.: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ræðukona var orðin forsætisráðherra. Enn bíða fátækir eftirlaunatakar eftir réttlæti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust undir yfirskriftinni: „Við bíðum… ekki lengur!“ með þátttöku ráðherra, þingmanna, eldra fólks, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga í kjörum eldra fólks. Troðfullt var út úr dyrum og málþinginu streymt. Upptöku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB Áherslur LEB: Við bíðum… ekki lengur! Almennar aðgerðir: Hækkun frítekjumarks í a.m.k. 100.000 kr. Ellilífeyrir almannatrygginga verði ekki lægri en lægsti launataxti Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu Heimilisuppbót falli undir lög nr. 100/2007 um almannatryggingar Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / hækkun persónuafsláttar Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sérstakt tillegg Vilhjálmur Bjarnason, sem og allir aðrir, er boðinn velkominn að leggjast á árarnar með LEB til bættra kjara fyrir eldra fólk. Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Vilhjálmur Bjarnason fyrrv. þingmaður, grein í Morgunblaðinu um lífeyrissjóði og eftirlaunakjör og var þar margt áhugavert frá greinarhöfundi en annað því miður ekki alveg rétt. Mér er því ljúft og skylt að bæta þekkingu Vilhjálms, sem og að upplýsa áhugasama um málefni eldra fólks um eitt og annað sem gott er að vita. Um meintar skemmtanir og ferðalög Vilhjálmur hnjóðar í Landssamband eldri borgara – LEB, segir LEB einkum fást við „skemmtanir og ferðalög“. Þetta er alrangt. LEB heldur engar skemmtanir og stendur ekki fyrir neinum ferðalögum. Aftur á móti getur Vilhjálmur, eins og allir aðrir sem náð hafa sextugsaldri, umsvifalaust gengið í eitthvert aðildarfélaganna 55 og farið að skemmta sér og í ferðalög með félögum sínum þar. Því félög eldri borgara um allt land gegna mikilvægu hlutverki. Flest sveitarfélög hafa gert samninga við félögin til að styrkja búsetu og lífsskilyrði eldri heimamanna, því ekkert þeirra vill vera án þessara kraftmiklu og mikilvægu útsvarsgreiðenda sem fyrir þau eru Virði en ekki byrði. Af hverju er LEB ekki að skemmta fólki? LEB er landssamband allra 55 félaga eldri borgara og var stofnað fyrir 35 árum beinlínis til að berjast fyrir bættum kjörum eldra fólks og öðrum sameiginlegum hagsmunamálum. Vera málsvari við stjórnvöld og fjölmiðla t.d. Kjaramál hafa alltaf verið á oddinum hjá LEB, sem þó þarf að berjast án þeirra vopna sem verkalýðsfélög hafa: samningaborðs og verkfalla. Eldra fólk á engin önnur vopn en samtakamáttinn. Straumhvörf Straumhvörf urðu haustið 2016 þegar lögum um almannatryggingar var breytt á róttækan hátt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Eygló Harðardóttur sem félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Bjarnason sat þá á Alþingi í stjórnarmeirihlutanum. Lögin tóku gildi 1. janúar 2017. Róttæk umpólun ellilífeyris Helstu tíðindin við þessa lagabreytingu var umpólunin hvað varðar tvær meginstoðir ellilífeyris eldra fólks. Fram að lagabreytingunni var ellilífeyrir frá almannatryggingum fyrsta stoðin. Réttur til ellilífeyris frá almannatryggingum var hugsaður sem áunnin réttindi þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði í 40 ár eða lengur og skilað sínu til ríkis og sveitarfélaga alla sína hunds- og kattartíð. Inneign í lífeyrissjóði hafði verið önnur stoð þeirra sem voru komnir á aldur með persónulegri sjóðsöfnun samkv. lögum um lífeyrissjóði til að bæta kjör sín. Við lagabreytinguna varð persónulegur lífeyrissjóður eftirlaunatakans fyrsta stoð en áunnin réttindi frá almannatryggingum önnur stoð. Þessu hefur LEB mótmælt með öllum tiltækum ráðum. Sú vegferð hefur hvorki verið ánægjulegt ferðalag né nokkrum til skemmtunar. „Bætur“ Með þessari róttæku umpólun hefur stjórnvöldum, þá ekki síst þeim fjármálaráðherra sem hefur setið meira og minna síðasta áratug, Bjarna Benediktssyni, verið tamt að innleiða orðið „bætur“ um ellilífeyri frá almannatryggingum. Hann getur það því það var meiningin með þessari umpólun, að breyta greiðslum almannatrygginga í uppbætur fyrir þá sem eiga minna í lífeyrissjóði en nægir til lágmarksframfærslu. Þannig skerðast greiðslur frá almannatryggingum við hærri greiðslur úr lífeyrissjóðum. Tekjutengingar kalla á skerðingar Allar tekjur koma til skerðingar á greiðslum frá almannatryggingum, en með frítekjumörkum. Almennt frítekjumark, sameiginlegt fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur, upp á 25.000 kr. sem hefur ekki hækkað um krónu þó að komið sé á áttunda ár síðan sú krónutala var lögfest. Bara það er í sjálfu sér kjararýrnun. Bið eftir réttlæti er að neita um réttlæti Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í september 2017 sagði þáverandi stjórnarandstæðingurinn Katrín Jakobsdóttir í frægri ræðu m.a.: „Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.“ Ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ræðukona var orðin forsætisráðherra. Enn bíða fátækir eftirlaunatakar eftir réttlæti. Því hélt LEB stórt málþing síðasta haust undir yfirskriftinni: „Við bíðum… ekki lengur!“ með þátttöku ráðherra, þingmanna, eldra fólks, verkalýðshreyfingarinnar og sérfræðinga í kjörum eldra fólks. Troðfullt var út úr dyrum og málþinginu streymt. Upptöku er að finna á forsíðu heimasíðu LEB Áherslur LEB: Við bíðum… ekki lengur! Almennar aðgerðir: Hækkun frítekjumarks í a.m.k. 100.000 kr. Ellilífeyrir almannatrygginga verði ekki lægri en lægsti launataxti Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu Heimilisuppbót falli undir lög nr. 100/2007 um almannatryggingar Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / hækkun persónuafsláttar Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Einnig verði skoðað að þeir lægstu fái sérstakt tillegg Vilhjálmur Bjarnason, sem og allir aðrir, er boðinn velkominn að leggjast á árarnar með LEB til bættra kjara fyrir eldra fólk. Höfundur er skrifstofustjóri LEB – Landssambands eldri borgara.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun