Bubbi biðst vægðar fyrir hönd Heru Jakob Bjarnar og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 11. mars 2024 10:45 Hera Björk lætur lítið fyrir sér fara, sem þýðir væntanlega að ekkert hefur breyst. Hún vill út. Ótrauð. En meðan kraumar umræðan og Bubba Morthens líst ekki á hana: Látið Heru í friði! Vísir/Hulda Margrét Bubbi Morthens tónlistarmaður átelur að fólk beini gagnrýni sinni að Heru Björk Þórhallsdóttur vegna hugsanlegrar þátttöku í Eurovision. Bubbi blandar sér í það sem hann telur óvægna umræðu um fyrirhugaða hugsanlega þátttöku Heru Bjarkar í Eurovision. Hera hafði áður kveðið skýrt á um að hún myndi taka þátt ef svo færi að hún myndi vinna keppnina. Hún vann ekki keppnina, hana sigraði Bashar Murad en hún vann einvígið. Hvernig að því var staðið hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku. Og hafa meinlegar skopmyndir af Heru Björk birtst í fjölmiðlum eins og til að mynda í Heimildinni. „Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja. Það er hennar val og óþarfi að pönkast í henni,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni. Látiði Heru í friði! Eftir að Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði að samviska hennar leyfði ekki að hún myndi fylgja laginu út í lokakeppnina, sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð, hafa átök um hugsanlega þátttöku Heru magnast. Ásdís María segist ósátt við svör forsvarsmanna Ríkisútvarpsins en framkvæmd úrslitanna hafa verið gagnrýnd: „Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís María. Menn bíða nú ákvörðunar Ríkisútvarpsins, um hvað verður en þar vísar hver á annan. Óháð rannsókn er hafin á atkvæðagreiðslunni úrslitakvöldið. Meðan kraumar umræðan á samfélagsmiðlum og er með þeim hætti að Bubba blöskrar: „Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,“ segir Bubbi. Bubbi ekki sá eini Meðal þeirra fyrstu til að lýsa sig hjartanlega sammála Bubba er útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. Þá kemur skáldið, rithöfundurinn og þýðandinn Valerio Gargiulo henni jafnframt til varnar í aðsendri grein á Vísi. Þar segir að hann að síðan hún hafi sigrað Söngvakeppnina hafi verið hafin hatursherferð gegn henni. „Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“ Valerio segist velta fyrir sér hvort ekki sé um að ræða öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið sé talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði en í þessu tilviki leggi margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti. „Saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“ Hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti Valerio segir fólk ekki átta sig á því að það sé auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi hafi kannski stutt áður. „(Í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“ Valerio segir engan eiga að verða fyrir obeldi, sérstaklega ekki vegna einhvers eins og tónlistar. Tími sé kominn til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. „Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sýna samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“ Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Bubbi blandar sér í það sem hann telur óvægna umræðu um fyrirhugaða hugsanlega þátttöku Heru Bjarkar í Eurovision. Hera hafði áður kveðið skýrt á um að hún myndi taka þátt ef svo færi að hún myndi vinna keppnina. Hún vann ekki keppnina, hana sigraði Bashar Murad en hún vann einvígið. Hvernig að því var staðið hefur það verið gagnrýnt af nokkurri hörku. Og hafa meinlegar skopmyndir af Heru Björk birtst í fjölmiðlum eins og til að mynda í Heimildinni. „Hera Björk vann þessa blessuðu keppni. Hún ákvað að fara til Svíþjóðar og syngja. Það er hennar val og óþarfi að pönkast í henni,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni. Látiði Heru í friði! Eftir að Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði að samviska hennar leyfði ekki að hún myndi fylgja laginu út í lokakeppnina, sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð, hafa átök um hugsanlega þátttöku Heru magnast. Ásdís María segist ósátt við svör forsvarsmanna Ríkisútvarpsins en framkvæmd úrslitanna hafa verið gagnrýnd: „Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ segir Ásdís María. Menn bíða nú ákvörðunar Ríkisútvarpsins, um hvað verður en þar vísar hver á annan. Óháð rannsókn er hafin á atkvæðagreiðslunni úrslitakvöldið. Meðan kraumar umræðan á samfélagsmiðlum og er með þeim hætti að Bubba blöskrar: „Mér líkar ekki hvernig fólk kemur fram við hana á samfélagsmiðlum. Hún tók þátt af heilindum og góðri trú. Látið hana í friði,“ segir Bubbi. Bubbi ekki sá eini Meðal þeirra fyrstu til að lýsa sig hjartanlega sammála Bubba er útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson. Þá kemur skáldið, rithöfundurinn og þýðandinn Valerio Gargiulo henni jafnframt til varnar í aðsendri grein á Vísi. Þar segir að hann að síðan hún hafi sigrað Söngvakeppnina hafi verið hafin hatursherferð gegn henni. „Meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.“ Valerio segist velta fyrir sér hvort ekki sé um að ræða öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið sé talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði en í þessu tilviki leggi margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti. „Saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af?“ Hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti Valerio segir fólk ekki átta sig á því að það sé auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps en á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem viðkomandi hafi kannski stutt áður. „(Í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti.“ Valerio segir engan eiga að verða fyrir obeldi, sérstaklega ekki vegna einhvers eins og tónlistar. Tími sé kominn til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. „Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sýna samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann.“
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27 Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. 9. mars 2024 15:27
Fá óháðan aðila til að gera úttekt á atkvæðagreiðslunni Ríkisútvarpið hefur ákveðið að efna til óháðrar rannsóknar á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar. Sérhæfður aðili verði fenginn til að gera úttekt en frekari upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. 9. mars 2024 10:17
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið