Von á tilkynningu frá RÚV vegna Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. mars 2024 09:54 Hera Björk fór með sigur úr býtum í Söngvakeppninni og yrði öll önnur ár sjálfkrafa keppandi fyrir Íslands hönd í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Von er á tilkynningu frá Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar um þátttöku Íslands í Eurovision. Þetta segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Eins og fram hefur komið er 11. mars síðasti dagurinn til þess að tilkynna opinberlega um þátttöku í Eurovision. Áður hefur komið fram að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Ísland muni taka þátt. Sagði í svörum Ríkisútvarpsins til Vísi í síðustu viku að það væri enn til skoðunar. Eins og alþjóð veit fór Hera Björk með sigur af hólmi í Söngvakeppninni þar síðustu helgi. Öll önnur ár myndi hún því sjálfkrafa fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Í janúar tilkynntu stjórnendur Ríkisútvarpsins hinsvegar, eftir þrýsting um að sniðganga Eurovision í ár ef Ísrael tekur þátt, að þeir hefðu ákveðið að taka ekki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Það yrði gert í samráði við sigurvegara keppninnar. Hera Björk hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji fara út til Malmö fyrir Íslands hönd. Ekki var einhugur um það í hópnum sem stóð að atriði Heru en Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði samvisku sína ekki geta leyft það. Ákvörðun tekin síðar í dag Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að það sé Stefán Eiríkssonar útvarpsstjóra og Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins að taka ákvörðun um málið. Ekki náðist í Skarphéðinn vegna málsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Stefán nú að þegar ákvörðun um þátttökuna liggi fyrir muni koma tilkynning frá Ríkisútvarpinu. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Eins og fram hefur komið er 11. mars síðasti dagurinn til þess að tilkynna opinberlega um þátttöku í Eurovision. Áður hefur komið fram að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Ísland muni taka þátt. Sagði í svörum Ríkisútvarpsins til Vísi í síðustu viku að það væri enn til skoðunar. Eins og alþjóð veit fór Hera Björk með sigur af hólmi í Söngvakeppninni þar síðustu helgi. Öll önnur ár myndi hún því sjálfkrafa fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Í janúar tilkynntu stjórnendur Ríkisútvarpsins hinsvegar, eftir þrýsting um að sniðganga Eurovision í ár ef Ísrael tekur þátt, að þeir hefðu ákveðið að taka ekki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Það yrði gert í samráði við sigurvegara keppninnar. Hera Björk hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji fara út til Malmö fyrir Íslands hönd. Ekki var einhugur um það í hópnum sem stóð að atriði Heru en Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði samvisku sína ekki geta leyft það. Ákvörðun tekin síðar í dag Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að það sé Stefán Eiríkssonar útvarpsstjóra og Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins að taka ákvörðun um málið. Ekki náðist í Skarphéðinn vegna málsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Stefán nú að þegar ákvörðun um þátttökuna liggi fyrir muni koma tilkynning frá Ríkisútvarpinu.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira