Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2024 13:46 Þorbjörg Sigríður og Stefán Vagn voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. vísir Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Innlent Fleiri fréttir Play tekur flugið til Agadir Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Sjá meira
Nýir kjarasamningar á almennum markaði munu kosta ríkissjóð 80 milljarða. Þessi upphæð var til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem þingmenn Viðreisnar og Framsóknar ræddu áhrif nýrra samninga á ríkissjóð. „Ég tók eftir því að aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði að samningurinn væri jákvæður varðandi markmiðið að ná niður verðbólgu enda yrði þess gætt að skera niður og hagræða á móti. En við heyrum ekki neitt um þann þátt málsins af því að hin hliðin á setningu aðalhagfræðingsins er sú að verði ekki hagrætt, verði ekki dregið úr kostnaði á móti, þá er kannski þessi samningur jafnvel farinn að vinna gegn sínu eina markmiði sem er að ná niður verðbólgu,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði nokkrar leiðir færar þegar hann var spurður hvernig bregðast ætti við þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs vegna nýrra samninga. „Varðandi þessar aðgerðir og að þær séu dýrar þá langar mig bara að minna á að hér í umræðu um fjárlög fyrir áramót þá var meðal annars kallað eftir stórum hluta af þessum aðgerðum af hálfu stjórnarandstöðunnar og við krafin svara um það hvaða aðgerðir við ætluðum að koma með inn í kjarasamninginn og af hverju þær voru ekki birtar í fjárlögum. Nú eru þær komnar fram og þá eru þær dýrar.“ Skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir? Annað hvort þurfi að ráðast í skattahækkanir eða aðhaldsaðgerðir. „Einhvers konar bland af því er skynsamlegast, mér finnst ekki skynsamleg leið og ekki góð skilaboð að fara í flatar skattahækkanir sem munu bitna á því fólki sem var að fá kjarabætur.“ Ef fara eigi í skattahækkanir þurfi að beina þeim að hópum sem finna minna fyrir þeim. Kjarasamningar kveði á um 3,25 og 3,5 prósent hækkun á launalið á tímum mikillar verðbólgu. „Og þessar aðgerðir ríkisins eru náttúrulega tilkomnar til að bæta upp þennan mun þarna á og mér finnst óskynsamlegt ef ríkið færi að setja auknar skattbyrgðir á það fólk sem var að skrifa undir 3,5 prósent langtíma kjarasamning. Mér finnst það ekki sanngjörn leið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Alþingi Fjármál heimilisins Viðreisn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Innlent Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Innlent Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu Erlent Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Innlent Fleiri fréttir Play tekur flugið til Agadir Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sendir í leyfi fyrir að vinna ekki nógu mikið Ásthildur Lóa í beinni og Sósíalistar á rangri braut Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Grænlandi Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Allt farið í hund og kött á þinginu Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Sálfræðingar felldu aftur kjarasamning Sanna segir sig frá trúnaðarstörfum innan Sósíalistaflokksins Alma afnemur tilvísanakerfi fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Ásthildur Lóa snýr aftur Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Sjá meira