„Þetta var eiginlega bara skyndiákvörðun hjá mér. Ég var ekki búinn að ákveða þetta fyrr en ég var að fara að grípa í og kynna okkur,“ segir Andri sem tekur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki vitað af uppátæki hans.
Andri ákvað að syngja afmælissönginn til Söru í gegnum kallkerfi flugstjórans og fékk farþega vélarinnar til að taka undir á meðan hann tók atriðið upp.
„Þetta var þrælskemmtilegt. Ég fékk góðar undirtektir og það klöppuðu allir.“
Andri segir að þegar hann hafi lent í Keflavík hafi hann deilt myndbandinu á Facebook og fengið jákvæð viðbrögð.
Andri Hrafn var í viðtali við Ísland í dag fyrir fjórum árum.
Þó að Andri hafi ekki vaknað heima um morguninn á afmælisdegi Söru þá ætla þau að halda upp á afmælið um helgina, og hvar annars staðar en í Dublin.
„Það vill svo skemmtilega til að við erum að fara í frí, ég og frúin, til Dublin í fyrramálið,“ sagði Andri þegar fréttastofa náði tali af honum á fimmtudagskvöld. Andri ætlar ekki að stýra þeirri vél. Þá verður hann óbreyttur farþegi.