Svíþjóð formlega gengin í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 16:10 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, hittust í Búdapest 23. febrúar síðastliðinn. Þremur dögum síðar samþykkti ungverska þingið inngöngu Svía í NATO. Getty/Janos Kummer Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess. NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess.
NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16