Svíþjóð formlega gengin í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 16:10 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, hittust í Búdapest 23. febrúar síðastliðinn. Þremur dögum síðar samþykkti ungverska þingið inngöngu Svía í NATO. Getty/Janos Kummer Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess. NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess.
NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent