Sjómannafélag Íslands - stéttarfélag til málamynda? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. mars 2024 11:47 Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Öll stéttarfélög sjómanna hafa nú samþykkt kjarasamninga til langs tíma við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Með hinum nýju samningum er kveðið á um töluverðar kjarabætur og aukin réttindi til handa félagsmönnum allra þessara stéttarfélaga. Þrátt fyrir fyrrgreint er nokkur fjöldi sjómanna á skipum sem gerð eru út af fyrirtækjum innan vébanda SFS með lausa kjarasamninga og hafa verið allt frá árslokum 2019. Um er að ræða sjómenn sem eiga aðild að Sjómannafélagi Íslands, félagi sem virðist vera málamyndastéttarfélag. Fyrir það líða hlutaðeigandi sjómenn. Fyrirsvarsmenn hins svokallaða stéttarfélags hafa engan vilja sýnt til þess að semja um kaup og kjör sinna félagsmanna. Ekki hefur verið óskað funda, ekki hafa verið lagðar fram tillögur og ekkert hefur í raun verið lagt til málanna af hálfu fyrirsvarsmanna hins svokallaða stéttarfélags á þeim langa tíma sem liðinn er frá því kjarasamningar losnuðu fyrir ríflega fjórum árum síðan. Við alvarlegt athafnaleysi hins svokallaða stéttarfélags bætist síðan, að fyrirsvarsmenn þess hafa ítrekað farið með rangt mál í skemmdarstarfsemi sinni gagnvart þeim stéttarfélögum sem hafa unnið í þágu sinna félagsmanna við að ná hagfelldum kjarasamningum og þar með bættum kjörum fyrir sína félagsmenn. Engir kjarasamningar eru yfir gagnrýni hafnir og í samningum tveggja nær hvorugur öllu sínu fram. Skoðanir eru því vafalaust skiptar á kröfugerðum og kjarasamningum, bæði á meðal félagsmanna stéttarfélaganna og félagsmanna SFS. Undan þeim veruleika verður ekki vikist. Það má hins vegar gera þá kröfu að í skoðanaskiptum sé farið rétt með staðreyndir og málefnaleg rök sett fram. Þess hefur ekki orðið vart í orðræðu fyrirsvarsmanna Sjómannafélags Íslands. Svo virðist sem hið svokallaða stéttarfélag hafi ætlað að leika sambærilegan leik nú og fyrir ríflega ári síðan, þegar öll stéttarfélög sjómanna skrifuðu undir kjarasamninga við SFS. Þeir samningar voru felldir af öllum félögum nema Félagi skipstjórnarmanna. Í aðdraganda þeirra samninga lagði Sjómannafélag Íslands ekkert til málanna. Félagið skrifaði hins vegar undir hlutaðeigandi samninga og hóf síðan linnulausa niðurrifsstarfsemi um sömu samninga. Eftir að kjarasamningarnir voru felldir hefur ekkert heyrst frá félaginu og allt er á huldu um hvers háttar kjarabætur félagsmenn þess óskuðu sér. Af þeim sökum hefur SFS nú gert kjarasamninga við þau félög sem tefldu fram skýrum kröfum og tillögum til úrbóta á þeim samningum sem felldir voru. Það gerði Sjómannafélag Íslands ekki og við það situr. Það er ábyrgðarhluti að starfrækja stéttarfélag. Slíkt félag er mikilvægur hirðir bæði réttinda og fjármuna félagsmanna sinna. Það félag sem sinnir ekki grunnskyldum gagnvart félagsmönnum, sem starfa á skipum innan vébanda SFS, getur ekki átt heimtingu á því að við það séu gerðir kjarasamningar. Á þeim stað er Sjómannafélag Íslands. Hjá hinu svokallaða stéttarfélagi þurfa fyrirsvarsmenn einfaldlega að gera hreint fyrir sínum dyrum gagnvart SFS og ekki síður gagnvart sínum félagsmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun