Stal gögnum frá Google og varð forstjóri í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2024 10:40 Google hefur lengi unnið að þróun gervigreindar. AP/Eric Risberg Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína. Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós. Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Linwei Ding, er 38 ára gamall og kínverskur ríkisborgari, var handtekinn í Kaliforníu á dögunum á kærður í fjórum liðum. Hann stendur frammi fyrir allt að fjörutíu ára fangelsisvist, verði hann sakfelldur. Hann er sagður hafa stolið fleiri en fimm hundruð leynilegum skjölum úr tölvukerfi Google. Þau sneru að miklu leyti að þróun ofurtölva Google, sem starfsmenn fyrirtækisins nota til að hýsa og þjálfa gervigreind og mállíkan hennar. Skjölin sneru bæði að hugbúnaði og tæknibúnaði sem þarf til að gera slíkar ofurtölvur. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum ítrekað varað við njósnastarfsemi Kína í Bandaríkjunum og því að hún beinist að miklu leyti gegn Bandarískum fyrirtækjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sjá einnig: Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Nýlega láku gögn frá kínversku fyrirtæki á netið, sem varpa ljósi á það hvernig yfirvöld í Kína nota einkafyrirtæki til tölvuárása og þjófnaðar á ýmsum leyndarmálum. Í yfirlýsingu sem birt var á vef ráðuneytisins er haft eftir Christopher Wray, yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að ákærurnar endurspegli það hve langt kínverskir aðilar séu tilbúnir til að ganga til að stela iðnaðarleyndarmálum í Bandaríkjunum. Hann segir þjófnað af þessu tagi geta kostað störf og haft gífurlega slæmar afleiðingar fyrir bæði bandaríska hagkerfi og fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Vann hjá Google og tveimur fyrirtækjum í Kína Ding var ráðinn af Google árið 2019 og hafði hann aðgang að áðurnefndum skjölum. Hann er sagður hafa byrjað að stela skjölum fyrir um tveimur árum síðan en einungis nokkrum vikum eftir að hann stal skjölunum var honum boðið starf sem yfirmaður hjá nýju gervigreindarfyrirtæki í Kína. Þá kom hann einnig að stofnun annars fyrirtækis sem vinnur að þróun „umfangsmikilla mállíkanna fyrir gervigreind sem keyrð eru með ofurtölvum“. Sjá einnig: Segja Kínverja hafa hreiðrað um sig innan mikilvægra innviða Hann sagði yfirmönnum Google ekki frá nýju störfunum en hann hætti ekki hjá Google fyrr en í lok desember. Þremur dögum eftir það komust yfirmenn hans að því að hann hefði verið í Kína á fjárfestaráðstefnu og þar hefði hann verið kynntur sem forstjóri gervigreindarfyrirtækis. Þá kom í ljós að annar starfsmaður Google hefði skráð Ding til vinnu í Bandaríkjunum, þegar hann var í rauninni í Kína. Við rannsókn kom stuldur Ding á skjölunum í ljós.
Bandaríkin Kína Tækni Gervigreind Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira