Má ég kveðja á eigin forsendum? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:00 Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Dánaraðstoð Heilbrigðismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar