Tekur við félagi í níunda sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 5. mars 2024 17:01 Napoli er mættur aftur til Craiova eftir stutt hlé. Getty Ítalinn Nicolo Napoli hefur verið ráðinn þjálfari U Craiova í Rúmeníu innan við ári eftir að hafa verið rekinn. Þetta er í níunda skipti, fyrst 2003, sem hann tekur við þjálfun félagsins en sjaldnast hefur hann enst í meira en tólf mánuði í senn. Mikil þjálfaravelta er hjá rúmenska félaginu og staldra fæstir við lengi. Napoli var síðast þjálfari liðsins frá nóvember 2022 fram í maí 2023 en var þá sagt upp störfum. Þá hafði hann þjálfað liðið frá janúar 2022 fram í júní sama ár, þegar hann var rekinn, bara til að taka aftur við í nóvember. Eftir að félagið losaði sig við arftaka hans á dögunum kom nafn hans fljótt upp í umræðuna og kvaðst hann bíða eftir símtalinu. Eigandi félagsins kvaðst hins vegar ekki áhugasamur og ekki í fyrsta sinn sem hann segir að Napoli muni aldrei þjálfa liðið aftur. „Ég sá að Napoli fylgist með stöðunni. Mér er alveg sama. Hann er vinur minn, við berum virðingu fyrir honum, en kaflanum er lokað. Við höfum ekki áhuga,“ sagði Adrian Mititelu, eigandi félagsins, fyrir örfáum dögum. Honum virðist hafa snúist hugur, og ekki í fyrsta skipti, þar sem Napoli var kynntur sem nýr stjóri liðsins í gær. Þetta er í tíunda skipti sem hann fær starf hjá félaginu, og í það níunda sem hann tekur við þjálfarastöðunni, en hann var íþróttastjóri félagsins um nokkurra mánaða skeið árið 2011. Fyrst varð hann þjálfari liðsins fyrir rúmum 20 árum, í desember 2003 og entist þá aðeins fram í mars 2004. Þjálfarastöður Nicolo Napoli hjá Craiova desember 2003 til mars 2004 október 2007 til maí 2009 janúar til apríl 2011 apríl til júní 2011 (íþróttastjóri) júlí 2013 til febrúar 2014 október 2018 til maí 2019 ágúst til október 2020 janúar til júní 2022 nóvember 2022 til maí 2023 mars 2024 til ? Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Mikil þjálfaravelta er hjá rúmenska félaginu og staldra fæstir við lengi. Napoli var síðast þjálfari liðsins frá nóvember 2022 fram í maí 2023 en var þá sagt upp störfum. Þá hafði hann þjálfað liðið frá janúar 2022 fram í júní sama ár, þegar hann var rekinn, bara til að taka aftur við í nóvember. Eftir að félagið losaði sig við arftaka hans á dögunum kom nafn hans fljótt upp í umræðuna og kvaðst hann bíða eftir símtalinu. Eigandi félagsins kvaðst hins vegar ekki áhugasamur og ekki í fyrsta sinn sem hann segir að Napoli muni aldrei þjálfa liðið aftur. „Ég sá að Napoli fylgist með stöðunni. Mér er alveg sama. Hann er vinur minn, við berum virðingu fyrir honum, en kaflanum er lokað. Við höfum ekki áhuga,“ sagði Adrian Mititelu, eigandi félagsins, fyrir örfáum dögum. Honum virðist hafa snúist hugur, og ekki í fyrsta skipti, þar sem Napoli var kynntur sem nýr stjóri liðsins í gær. Þetta er í tíunda skipti sem hann fær starf hjá félaginu, og í það níunda sem hann tekur við þjálfarastöðunni, en hann var íþróttastjóri félagsins um nokkurra mánaða skeið árið 2011. Fyrst varð hann þjálfari liðsins fyrir rúmum 20 árum, í desember 2003 og entist þá aðeins fram í mars 2004. Þjálfarastöður Nicolo Napoli hjá Craiova desember 2003 til mars 2004 október 2007 til maí 2009 janúar til apríl 2011 apríl til júní 2011 (íþróttastjóri) júlí 2013 til febrúar 2014 október 2018 til maí 2019 ágúst til október 2020 janúar til júní 2022 nóvember 2022 til maí 2023 mars 2024 til ?
Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira