Sammæltust um starfslok í kjölfar rasískra ummæla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2024 10:48 Helgi var dönskukennari við Menntaskólann á Laugarvatni, en gengið hefur verið frá starfslokasamning við hann í kjölfar ummæla sem hann viðhafði á samfélagsmiðlum á dögunum. Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu. Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira
Ummæli Helga féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar þar sem hann gaf til kynna að RÚV myndi hagræða úrslitunum í Söngvakeppni sjónvarpsins í hag Bashar Murad. Hann hélt því fram að Bashar væri að taka þátt í keppninni fyrir hönd Hamas-samtakanna og kallaði hann „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Í tilkynningu frá skólameistara segir að mál Helga hafi verið tekin til umræðu hjá stjórn skólans. Sú orðræða sem Helgi hafi viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans. „Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni. Viðurkenndi að hafa orðið á mistök Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi haft gríðarleg áhrif á starfsmannahópinn, en ekki síst á nemendahópinn. Fundað var með öllum nemendum skólans í morgun og þeim greint frá starfslokum Helga áður en tilkynning var send á fjölmiðla. „Við fórum fyrir hvaða línur er búið að leggja. Við viljum leggja áherslu á að Menntaskólinn á Laugarvatni stendur fyrir mannkærleika og virðingu. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, réttindum hinsegin samfélagsins og þetta endurspeglar á engan hátt það sem við viljum standa fyrir.“ Ummæli Helga sem féllu í Facebook-hóp Íslensku þjóðfylkingarinnar, en Helgi er fyrrverandi formaður og frambjóðandi flokksins.Skjáskot/Facebook Stjórn skólans fundaði með Helga í gær. Jóna segir að hann hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. „Við sammældumst um að hann myndi hætta störfum, það er niðurstaða málsins. Það er alveg skýrt að það sem fólk segir og gerir og þær skoðanir sem fólk hefur í sínum frítíma, er ekki grundvöllur til uppsagnar. Mér hefði ekki verið stætt á því að segja manninum upp. Þetta er samkomulag okkar á milli." Varhugavert að stöðva rétt fólks til að tjá sig Jóna tekur fram að réttur fólks til tjáningarfrelsis sé sterkur og varhugavert að fara þá leið að reyna að stöðva rétt fólks til að tjá sig. „Hinsvegar er annað sem við stöndum frammi fyrir í samfélaginu í dag og það er þessi harkalega umræða sem fer af stað í kringum viðkvæm mál, eins og kynþátt, innflytjendur og hælisleitendur. Ég held að við verðum öll að gera töluvert betur og vanda umræðu um viðkvæm mál. Það þarf að tala af virðingu og kærleika. Ég held að það séu okkar skilaboð, okkar á Menntaskólanum á Laugarvatni inn í þessa umræðu alla.“ En upplifðurðu að nemendur væru slegnir og vildu jafnvel ekki að hann myndi kenna þeim áfram? „Já, meðal annars voru það viðbrögð nemenda. Það fékk helst á mig hvað þeim þótti þetta þungt. Þetta eru ungir, ómótaðir krakkar og þeirra réttlætiskennd er mjög sterk,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við Jónu Katrínu.
Skóla - og menntamál Bláskógabyggð Kynþáttafordómar Eurovision Framhaldsskólar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir VR greiddi Ragnari Þór hátt í tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Sjá meira