Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2024 15:41 Forval fyrir forsetakosningarnar í nóvember fer fram í sextán ríkjum á morgun, svo úrskurðurinn var mikilvægur fyrir Trump. AP/Steve Helber Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. Allir níu dómarar hæstaréttar eru sammála um niðurstöðuna en þó af mismunandi ástæðum. Í stuttu máli sagt byggir málið á því að sex kjósendur í Colorado höfðuðu mál og fóru fram á að Trump yrði meinað að bjóða sig fram í ríkinu. Var það á þeim grundvelli að hann hefði í raun framið uppreisn gegn Bandaríkjunum með árásinni á þinghúsið í janúar 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Málið fór fyrir hæstarétt Colorado sem komst að þeirri niðurstöðu að Trump væri sekur um uppreisn og væri því ekki kjörgengur. Trump áfrýjaði til hæstaréttar Bandaríkjanna sem hefur nú meinað ríkjum að koma í veg fyrir framboð Trumps. Meirihluti dómara hæstaréttar segja ráðamenn tiltekinna ríkja í Bandaríkjunum geta meinað fólki að bjóða sig fram til embætta í þeim ríkjum. Þeir geti þó ekki meinað fólki að bjóða sig fram til embætta hjá alríkinu. Dómararnir sex, sem skipaðir voru í embætti af forseta frá Repúblikanaflokknum, þar af þrír sem skipaðir voru af Trump sjálfum, segja að þing Bandaríkjanna þurfi að semja lög um hvern einstakling sem meina eigi aðgengi að embætti vegna meintrar uppreisnar. Hinir þrír dómararnir segjast sammála að ríki geti ekki meinað aðilum að bjóða sig fram til forseta. Þeir segja hina dómarana þó hafa gengið of langt í úrskurði sínum með því að segja að þingið geti eitt ráðið för. Þetta var í fyrsta sinn sem hæstiréttur úrskurðar um þetta tiltekna ákvæði stjórnarskrárinnar. Áhugasamir geta séð úrskurð hæstaréttar hér. AP fréttaveitan segir að úrskurður meirihlutans opni á möguleikann á því að vinni Trump forsetakosningarnar í nóvember en Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni gætu þingmenn reynt að hafna niðurstöðunni með því að skilgreina viðkomandi á grunni ákvæðisins. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Allir níu dómarar hæstaréttar eru sammála um niðurstöðuna en þó af mismunandi ástæðum. Í stuttu máli sagt byggir málið á því að sex kjósendur í Colorado höfðuðu mál og fóru fram á að Trump yrði meinað að bjóða sig fram í ríkinu. Var það á þeim grundvelli að hann hefði í raun framið uppreisn gegn Bandaríkjunum með árásinni á þinghúsið í janúar 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Málið fór fyrir hæstarétt Colorado sem komst að þeirri niðurstöðu að Trump væri sekur um uppreisn og væri því ekki kjörgengur. Trump áfrýjaði til hæstaréttar Bandaríkjanna sem hefur nú meinað ríkjum að koma í veg fyrir framboð Trumps. Meirihluti dómara hæstaréttar segja ráðamenn tiltekinna ríkja í Bandaríkjunum geta meinað fólki að bjóða sig fram til embætta í þeim ríkjum. Þeir geti þó ekki meinað fólki að bjóða sig fram til embætta hjá alríkinu. Dómararnir sex, sem skipaðir voru í embætti af forseta frá Repúblikanaflokknum, þar af þrír sem skipaðir voru af Trump sjálfum, segja að þing Bandaríkjanna þurfi að semja lög um hvern einstakling sem meina eigi aðgengi að embætti vegna meintrar uppreisnar. Hinir þrír dómararnir segjast sammála að ríki geti ekki meinað aðilum að bjóða sig fram til forseta. Þeir segja hina dómarana þó hafa gengið of langt í úrskurði sínum með því að segja að þingið geti eitt ráðið för. Þetta var í fyrsta sinn sem hæstiréttur úrskurðar um þetta tiltekna ákvæði stjórnarskrárinnar. Áhugasamir geta séð úrskurð hæstaréttar hér. AP fréttaveitan segir að úrskurður meirihlutans opni á möguleikann á því að vinni Trump forsetakosningarnar í nóvember en Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni gætu þingmenn reynt að hafna niðurstöðunni með því að skilgreina viðkomandi á grunni ákvæðisins.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56
Hæstiréttur skoðar kröfu Trumps um friðhelgi Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi. 28. febrúar 2024 23:18
Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51
Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18