Nauðsynlegar breytingar á útlendingalögum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. mars 2024 08:00 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði. Ég kem til með að mæla fyrir frumvarpi um breytingu á útlendingalögum á Alþingi í dag og það er brýnt að frumvarpið verði að lögum enda ætlum við að ná stjórn á málaflokknum sem tekið hefur hröðum breytingum. Gildandi lög um útlendinga voru samin á árunum 2014-2016 og taka ekki á þessum nýja veruleika. Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100, en þá sóttu 118 einstaklingar um vernd. Árið 2016, þegar lögin voru samþykkt, fór umsóknarfjöldi í fyrsta sinn yfir 1.000 þegar 1.135 sóttu um vernd. Árið 2022 var annað metár þegar 4.519 sóttu um vernd og í fyrra var fjöldinn litlu lægri. Við tökum hlutfallslega á móti langflestum umsækjendum miðað við Norðurlöndin, hvort sem við teljum fjöldaflóttafólk frá Úkraínu með eða ekki. Án Úkraínu tökum við árlega á móti 580 manns á hverja 100 þúsund íbúa en með fólki á fjöldaflótta tökum við á móti 1.200 manns á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að, án fjöldaflóttafólks, tekur Danmörk á móti 43 umsóknum á hverja 100 þúsund íbúa, Noregur 75, Svíþjóð 159 og Finnland 84. Það er auðséð að við erum ekki að láta okkar eftir liggja í þessum málaflokki heldur þvert á móti. Það er einnig auðséð að við getum ekki haldið áfram á sömu braut öðruvísi en að það bitni á þeim sem raunverulega hafa þörf á vernd og þeim innviðum sem íslenskt samfélag byggir á. Verndarkerfið er neyðarkerfi Innflytjendur á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur flust hingað af ýmsum ástæðum. Um 10% þeirra koma í gegnum verndarkerfið, sem er neyðarkerfi, og flóttamannastöðu fylgja margvísleg félagsleg réttindi sem aðrir innflytjendur njóta ekki. Það er því mikilvægt að rugla ekki málefnum hælisleitenda og flóttamanna saman við málefni annarra innflytjenda. Hafa ber í huga að um er að ræða neyðarkerfi sem ætlað er fólki sem óttast um líf sitt og frelsi. Alþjóðleg vernd er ekki dvalarleyfisflokkur fyrir einstaklinga í leit að betri lífskjörum. Það er því nauðsynlegt að tryggja sem best að þeir einstaklingar sem hingað leita og þarfnast raunverulega verndar fái vandaða og skjóta úrlausn mála sinna. Þannig kemst fólk fyrr út úr umsóknarferlinu og getur aðlagast samfélaginu. Það blasir öllum við að það þarf að gera breytingar og við þurfum að taka þessa stöðu alvarlega. Þess vegna er brýnt að frumvarp mitt um breytingar á útlendingalögum verði samþykkt. Markmið frumvarpsins er þríþætt: Að fækka umsóknum frá einstaklingum sem eru ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd, þ. á m. einstaklingum sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki. Þetta verður gert með breytingum á regluverki en einnig með skýrum skilaboðum stjórnvalda út á við. Auka á skilvirkni í kerfinu. Draga á úr kostnaði vegna málaflokksins. Betri, skýrari og skilvirkari framkvæmd Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum eru í meginatriðum þessar: Nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verður fækkað úr sjö í þrjá sem hafa allir starfið að aðalstarfi. Með breytingunum verður kærunefndinni gert kleift að afgreiða kærumál jafnóðum og þannig mæta auknum málafjölda. Breytingin er til þess fallin að tryggja aukna sérþekkingu og viðveru innan nefndarinnar. Fellt verður úr lögunum ákvæði 2. mgr. 36. gr. Um er að ræða séríslenska málsmeðferðarreglu sem þekkist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum og gerir stjórnvöldum skylt að kanna sérstakar aðstæður og sérstök tengsl í málum þeirra sem þegar hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki (verndarmál) og málum þar sem heimilt er að krefja annað ríki um að taka við umsækjanda (Dyflinnarmál). Í framkvæmd er það svo að umsóknum sem byggjast á 2. mgr. 36. gr. er hafnað í um 90% tilvika en meðferð þessara mála er bæði þung og tímafrek. Enn fremur dregur umrædd regla til landsins einstaklinga sem hafa þegar fengið vernd í öðrum ríkjum eða jafnvel eru í umsóknarferli. Við höfum séð tilvik þar sem einstaklingar óska eftir vernd á Íslandi, byggt á 2. mgr. 36. gr., eftir að hafa margsinnis fengið höfnun á umsókn sinni í öðru Evrópuríki. Hert verður á skilyrðum til fjölskyldusameiningar. Í fyrirhuguðum breytingum felst að nánustu aðstandendur handhafa viðbótarverndar og mannúðarleyfa öðlist rétt til fjölskyldusameiningar hér á landi þegar handhafinn hefur verið með löglega búsetu hér á landi í tvö ár. Ákveðnar undanþágur eru lagðar til frá þessu tímamarki, þ.e. ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða. Gildistími dvalarleyfa breytist. Í megindráttum felst í fyrirhuguðum breytingum að gildistími dvalarleyfa vegna alþjóðlegrar verndar verði styttur úr fjórum árum í þrjú ár og viðbótarverndar úr fjórum árum í tvö ár. Þessar breytingar eru í samræmi við löggjöf annarra Norðurlanda. Tölurnar sýna að á meðan við erum með séríslenskar reglur á skjön við það sem almennt þekkist á Norðurlöndunum virka þær sem aðdráttarafl á umsóknir umfram önnur ríki. Það leiðir til mikils kostnaðar auk þess að málsmeðferðartími á Íslandi er langur vegna gríðarlega mikils fjölda umsókna um alþjóðlega vernd. Við viljum ekki vera eyland á Norðurlöndunum þegar kemur að málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Markmiðið með þessum lagabreytingum er að samræma regluverk í málaflokknum við Norðurlöndin enda gengur ekki fyrir lítið land eins og Ísland að hafa rýmra regluverk en aðrir. Með breyttu regluverki náum við best stjórn á málaflokknum, veitum betri þjónustu og stuðlum að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Alþingi Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði. Ég kem til með að mæla fyrir frumvarpi um breytingu á útlendingalögum á Alþingi í dag og það er brýnt að frumvarpið verði að lögum enda ætlum við að ná stjórn á málaflokknum sem tekið hefur hröðum breytingum. Gildandi lög um útlendinga voru samin á árunum 2014-2016 og taka ekki á þessum nýja veruleika. Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100, en þá sóttu 118 einstaklingar um vernd. Árið 2016, þegar lögin voru samþykkt, fór umsóknarfjöldi í fyrsta sinn yfir 1.000 þegar 1.135 sóttu um vernd. Árið 2022 var annað metár þegar 4.519 sóttu um vernd og í fyrra var fjöldinn litlu lægri. Við tökum hlutfallslega á móti langflestum umsækjendum miðað við Norðurlöndin, hvort sem við teljum fjöldaflóttafólk frá Úkraínu með eða ekki. Án Úkraínu tökum við árlega á móti 580 manns á hverja 100 þúsund íbúa en með fólki á fjöldaflótta tökum við á móti 1.200 manns á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að, án fjöldaflóttafólks, tekur Danmörk á móti 43 umsóknum á hverja 100 þúsund íbúa, Noregur 75, Svíþjóð 159 og Finnland 84. Það er auðséð að við erum ekki að láta okkar eftir liggja í þessum málaflokki heldur þvert á móti. Það er einnig auðséð að við getum ekki haldið áfram á sömu braut öðruvísi en að það bitni á þeim sem raunverulega hafa þörf á vernd og þeim innviðum sem íslenskt samfélag byggir á. Verndarkerfið er neyðarkerfi Innflytjendur á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur flust hingað af ýmsum ástæðum. Um 10% þeirra koma í gegnum verndarkerfið, sem er neyðarkerfi, og flóttamannastöðu fylgja margvísleg félagsleg réttindi sem aðrir innflytjendur njóta ekki. Það er því mikilvægt að rugla ekki málefnum hælisleitenda og flóttamanna saman við málefni annarra innflytjenda. Hafa ber í huga að um er að ræða neyðarkerfi sem ætlað er fólki sem óttast um líf sitt og frelsi. Alþjóðleg vernd er ekki dvalarleyfisflokkur fyrir einstaklinga í leit að betri lífskjörum. Það er því nauðsynlegt að tryggja sem best að þeir einstaklingar sem hingað leita og þarfnast raunverulega verndar fái vandaða og skjóta úrlausn mála sinna. Þannig kemst fólk fyrr út úr umsóknarferlinu og getur aðlagast samfélaginu. Það blasir öllum við að það þarf að gera breytingar og við þurfum að taka þessa stöðu alvarlega. Þess vegna er brýnt að frumvarp mitt um breytingar á útlendingalögum verði samþykkt. Markmið frumvarpsins er þríþætt: Að fækka umsóknum frá einstaklingum sem eru ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd, þ. á m. einstaklingum sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki. Þetta verður gert með breytingum á regluverki en einnig með skýrum skilaboðum stjórnvalda út á við. Auka á skilvirkni í kerfinu. Draga á úr kostnaði vegna málaflokksins. Betri, skýrari og skilvirkari framkvæmd Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum eru í meginatriðum þessar: Nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verður fækkað úr sjö í þrjá sem hafa allir starfið að aðalstarfi. Með breytingunum verður kærunefndinni gert kleift að afgreiða kærumál jafnóðum og þannig mæta auknum málafjölda. Breytingin er til þess fallin að tryggja aukna sérþekkingu og viðveru innan nefndarinnar. Fellt verður úr lögunum ákvæði 2. mgr. 36. gr. Um er að ræða séríslenska málsmeðferðarreglu sem þekkist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum og gerir stjórnvöldum skylt að kanna sérstakar aðstæður og sérstök tengsl í málum þeirra sem þegar hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki (verndarmál) og málum þar sem heimilt er að krefja annað ríki um að taka við umsækjanda (Dyflinnarmál). Í framkvæmd er það svo að umsóknum sem byggjast á 2. mgr. 36. gr. er hafnað í um 90% tilvika en meðferð þessara mála er bæði þung og tímafrek. Enn fremur dregur umrædd regla til landsins einstaklinga sem hafa þegar fengið vernd í öðrum ríkjum eða jafnvel eru í umsóknarferli. Við höfum séð tilvik þar sem einstaklingar óska eftir vernd á Íslandi, byggt á 2. mgr. 36. gr., eftir að hafa margsinnis fengið höfnun á umsókn sinni í öðru Evrópuríki. Hert verður á skilyrðum til fjölskyldusameiningar. Í fyrirhuguðum breytingum felst að nánustu aðstandendur handhafa viðbótarverndar og mannúðarleyfa öðlist rétt til fjölskyldusameiningar hér á landi þegar handhafinn hefur verið með löglega búsetu hér á landi í tvö ár. Ákveðnar undanþágur eru lagðar til frá þessu tímamarki, þ.e. ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða. Gildistími dvalarleyfa breytist. Í megindráttum felst í fyrirhuguðum breytingum að gildistími dvalarleyfa vegna alþjóðlegrar verndar verði styttur úr fjórum árum í þrjú ár og viðbótarverndar úr fjórum árum í tvö ár. Þessar breytingar eru í samræmi við löggjöf annarra Norðurlanda. Tölurnar sýna að á meðan við erum með séríslenskar reglur á skjön við það sem almennt þekkist á Norðurlöndunum virka þær sem aðdráttarafl á umsóknir umfram önnur ríki. Það leiðir til mikils kostnaðar auk þess að málsmeðferðartími á Íslandi er langur vegna gríðarlega mikils fjölda umsókna um alþjóðlega vernd. Við viljum ekki vera eyland á Norðurlöndunum þegar kemur að málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Markmiðið með þessum lagabreytingum er að samræma regluverk í málaflokknum við Norðurlöndin enda gengur ekki fyrir lítið land eins og Ísland að hafa rýmra regluverk en aðrir. Með breyttu regluverki náum við best stjórn á málaflokknum, veitum betri þjónustu og stuðlum að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun