Upplifir alls ekki að forysta VG sé ekki nógu sterk Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. mars 2024 08:09 Orri Páll Jóhannsson er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Sigurjón Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan í kosningum í dag. Þingflokksformaður VG telur að flokkurinn sé ekki að ná í gegn með þær áherslur og þann árangur sem náðst hefur meðan flokkurinn hefur setið við ríkisstjórnarborðið. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna ræddi stöðuna við Sindra í Kvöldfréttum stöðvar 2. „Það virðist vera að við náum ekki í gegn með okkar áherslur og árangur í því sem við höfum verið að gera. Sem við auðvitað tökum alvarlega þegar við sjáum þessar tölur,“ segir Orri, aðspurður hvað valdi þessum niðurstöðum. Hann sagði málið hafa verið rætt á flokksráðsfundi fyrir fréttatímann, og hvað sé hægt að setja á oddinn og herða upp á. Aðspurður segir Orri vel kunna að vera að fólk sé óánægt með þær ákvarðanir sem þingflokkurinn hefur tekið, til dæmis í atvinnumálum, orkumálum og útlendingamálum. „En þetta er eitt af því sem við ræddum á okkar fundi, það er að segja að fara að rifja nú upp grunnstefin okkar, sem lúta meðal annars að menntamálum og heilbrigðismálum og umhverfis- og náttúruverndarmálum. Við höfum svo sem ekki þagað í því samhengi,“ segir Orri. Hann segir ekki hafa komið til átaka á flokksráðsfundinum. „Þetta var ofsalega góður og skemmtilegur fundur og vel mætt og góð stemning.“ En burt séð frá því? „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er staða sem við þurfum að herða upp á og var auðvitað til umræðu á okkar flokksráðsfundi. En það er enginn bilbugur.“ Heldurðu að fólk sé jafnvel óánægt með forystuna, þingmennina, fólkið í flokknum, hverjir það eru sem að fronta málefnin? „Það kann vel að vera. En við skulum heldur ekki gleyma því í samhengi við að við höfum auðvitað verið að vera að streða hér við verðbólgu, sem að þó að hún fari niður á við þá gerist það hægt og rólega,“ segir Orri. Hann segir sömu þróun sjást í nágrannalöndunum, að stjórnvöld eigi að missa fylgi í samhengi þess þegar fólk er að streða. „Og ég hef fulla trú á því að við náum árangri í þessu samhengi og erum að því.“ Þannig að þú sérð fyrir þér að ef þið haldið áfram að streða þá náið þið inn á þing næst þegar kosið verður? „Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig kosningar fara. En ég tel að við eigum mikið inni þegar kemur að, sér í lagi, vinstrinu. Í samhengi þeirrar pólitíkur og þeirra áherslna sem við höfum lagt áherslu á. Og við erum hvergi farin.“ Menn hljóta samt að horf á þessar tölur og hugsa, forystan er ekki nógu sterk, ráðherrarnir eru ekki nógu sterkir? „Ég sjálfur upplifi það alls ekki þannig, að forystan okkar og ráðherrar séu ekki sterkir. Og það var ekki að heyra eða finna á félögum mínum í flokksráði um helgina um að síður væri. En staðan heilt yfir, af því að þú spyrð í upphafi, hvað heldurðu að valdi? Ég held að við séum augljóslega ekki að ná í gegn með þær áherslur og þann árangur sem við höfum náð á þessum tíma við ríkisstjórnarborðið og í meiri hluta á þingi. Og við þurfum að finna leiðir í því.“ Aðspurður í lokin segist Orri ekki hafa leitt hugann að því hvort hann hefði áhuga á að verða formaður flokksins. „En ég er auðvitað þakklátur þeim félögum í þingflokknum sem treystu mér fyrir verkefninu að vera þingflokksformaður og hann er áberandi, eðli málsins samkvæmt,“ segir hann. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Tengdar fréttir Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Sýni að Vinstri græn séu í tilvistarkreppu Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála. 2. mars 2024 12:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna ræddi stöðuna við Sindra í Kvöldfréttum stöðvar 2. „Það virðist vera að við náum ekki í gegn með okkar áherslur og árangur í því sem við höfum verið að gera. Sem við auðvitað tökum alvarlega þegar við sjáum þessar tölur,“ segir Orri, aðspurður hvað valdi þessum niðurstöðum. Hann sagði málið hafa verið rætt á flokksráðsfundi fyrir fréttatímann, og hvað sé hægt að setja á oddinn og herða upp á. Aðspurður segir Orri vel kunna að vera að fólk sé óánægt með þær ákvarðanir sem þingflokkurinn hefur tekið, til dæmis í atvinnumálum, orkumálum og útlendingamálum. „En þetta er eitt af því sem við ræddum á okkar fundi, það er að segja að fara að rifja nú upp grunnstefin okkar, sem lúta meðal annars að menntamálum og heilbrigðismálum og umhverfis- og náttúruverndarmálum. Við höfum svo sem ekki þagað í því samhengi,“ segir Orri. Hann segir ekki hafa komið til átaka á flokksráðsfundinum. „Þetta var ofsalega góður og skemmtilegur fundur og vel mætt og góð stemning.“ En burt séð frá því? „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er staða sem við þurfum að herða upp á og var auðvitað til umræðu á okkar flokksráðsfundi. En það er enginn bilbugur.“ Heldurðu að fólk sé jafnvel óánægt með forystuna, þingmennina, fólkið í flokknum, hverjir það eru sem að fronta málefnin? „Það kann vel að vera. En við skulum heldur ekki gleyma því í samhengi við að við höfum auðvitað verið að vera að streða hér við verðbólgu, sem að þó að hún fari niður á við þá gerist það hægt og rólega,“ segir Orri. Hann segir sömu þróun sjást í nágrannalöndunum, að stjórnvöld eigi að missa fylgi í samhengi þess þegar fólk er að streða. „Og ég hef fulla trú á því að við náum árangri í þessu samhengi og erum að því.“ Þannig að þú sérð fyrir þér að ef þið haldið áfram að streða þá náið þið inn á þing næst þegar kosið verður? „Það verður auðvitað að koma í ljós hvernig kosningar fara. En ég tel að við eigum mikið inni þegar kemur að, sér í lagi, vinstrinu. Í samhengi þeirrar pólitíkur og þeirra áherslna sem við höfum lagt áherslu á. Og við erum hvergi farin.“ Menn hljóta samt að horf á þessar tölur og hugsa, forystan er ekki nógu sterk, ráðherrarnir eru ekki nógu sterkir? „Ég sjálfur upplifi það alls ekki þannig, að forystan okkar og ráðherrar séu ekki sterkir. Og það var ekki að heyra eða finna á félögum mínum í flokksráði um helgina um að síður væri. En staðan heilt yfir, af því að þú spyrð í upphafi, hvað heldurðu að valdi? Ég held að við séum augljóslega ekki að ná í gegn með þær áherslur og þann árangur sem við höfum náð á þessum tíma við ríkisstjórnarborðið og í meiri hluta á þingi. Og við þurfum að finna leiðir í því.“ Aðspurður í lokin segist Orri ekki hafa leitt hugann að því hvort hann hefði áhuga á að verða formaður flokksins. „En ég er auðvitað þakklátur þeim félögum í þingflokknum sem treystu mér fyrir verkefninu að vera þingflokksformaður og hann er áberandi, eðli málsins samkvæmt,“ segir hann.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Tengdar fréttir Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37 Sýni að Vinstri græn séu í tilvistarkreppu Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála. 2. mars 2024 12:07 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Vinstri græn næðu ekki inn á þing Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. 1. mars 2024 19:37
Sýni að Vinstri græn séu í tilvistarkreppu Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála. 2. mars 2024 12:07