Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 07:01 Danijel Dejan Djuric var frábær þegar Víkingur rúllaði Bestu deildinni upp á síðasta ári. Vísir/Hulda Margrét Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingum, í viðtali við Fótbolti.net. „Þeir voru mjög áhugasamir en það var hætt við á síðustu stundu. Þetta þurfti að gerast hratt en vegna einhverrar reglugerðar í Búlgaríu gekk þetta ekki eftir,“ sagði Kári. Reglan sem hann nefnir snýr að fjölda erlendra leikmanna sem vekur athygli þar sem hinn 21 árs gamli Djuric er með búlgarskan ríkisborgararétt. Í viðtalinu við Fótbolti.net viðurkenndi Kári að hann skildi ekki 100 prósent hvað væri að annað en að þetta væri „vegabréfsvesen.“ Jafnframt staðfesti Kári að félögin hefðu náð saman en „svo kemur þetta upp og þetta gengur til baka.“ Ludogorets voru nálagt því að fá Daniel Dejan Djuric frá Víkingum. Viðræður voru langt komnar en tilboðið féll ekki í gegn vegna regla um erlenda leikmenn. Sem er skrýtið - þar sem Djuric er með Búlgarskan ríkisborgararétt. pic.twitter.com/KBzvCt1CSk— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 29, 2024 Djuric hefur farið mikinn með Víkingum síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í deild og bikar. Áður en hann gekk í raðir Víkings lék Djuric með FC Midtjylland í Danmörku og Breiðabliki í yngri flokkum. Þá á hann að baki 3 A-landsleiki og 57 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað 15 mörk. „Það vita allir hversu góðir Danijel er … Þetta var mjög gott tilboð og okkur fannst það sanngjarnt. Þetta er risastórt félag og hefði verið flott fyrir leikmanninn, en það gekk ekki,“ sagði Kári að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Íslandsmeistarar Víkings hefja titilvörn sína gegn Stjörnunni þann 6. apríl næstkomandi.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira