Í morgunþættinum var greint frá því að GDRN og Patrik muni koma fram á hátíðinni ár. Patrik mætti auk þess sem sérlegur gestur í útvarpsþættinum þar sem lagt var fyrir hann lauflétt Þjóðhátíðarlagatest.
Þjóðhátíð fer að venju fram verslunarmannahelgi í Herjólfsdal. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár.
Dagspassinn kostar rúmar tuttugu þúsund krónur. Helgarpassinn er á 29.990 krónur og VIP passinn er á 39.990 krónur.