Si King, sem saman með Myers myndaði tvíeykið Hairy Bikers, greindi frá andlátinu á samfélagsmiðlinum X. Segir King að Myers hafi andast í faðmi eiginkonunnar Lily og fjölskyldu á heimili sínu í gærkvöldi.
Myers og King höfðu um árabil staðið fyrir matreiðslu- og ferðaþáttunum Hairy Bikers sem sýndir hafa verið bæði á rásum breska ríkissjónvarpsins og Good Food-rásinni.
Um tvö ár eru síðan Myers greindi frá því í hlaðvarpinu Hairy Bikers – Agony Uncles að hann hafi greinst með krabbamein
„Ég mun sakna hans alla daga, tengslin og vinskapinn sem við deildum hálfan mannsaldur,“ skrifar King.