Sakar yfirvöld um andvaraleysi gagnvart kókaínneyslu millistéttarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Borgarstjórar Rotterdam, Antwerpen og Hamborgar heimsóttu Ekvador á dögunum til að ræða fíkniefnasmygl við þarlend yfirvöld. epa/Jose Jacome Borgarstjóri Rotterdam í Hollandi sakar yfirvöld í Evrópu um að hafa sofnað á verðinum gagnvart notkun fíkniefna, sem hefði leitt til spillingar, ofbeldis og eymdar. Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira
Rotterdam er einn helsti farvegur eiturlyfja inn í Evrópu og borgarstjórinn Ahmed Aboutaleb segir andvaraleysi yfirvalda gagnvart notkun þeirra, þá ekki síst þegjandi samkomulag um að horfa framhjá kókaínnotkun millistéttarinnar, hafa leitt til ófremdarástands í fátækari hverfum Evrópu. Aboutaleb vill að yfirvöld taki harðar á notkun kókaíns en tilefni ummæla hans voru þrír lífstíðardómar sem kveðnir voru upp á dögunum í máli fíkniefnabarónsins Ridouan Taghi og samstarfsmanna hans. Borgarstjóri Amsterdam hefur kallað eftir því að reglur verði settar um sölu og notkun kókaíns til að grafa undan tekjum fíkniefnasala en Aboutaleb vill að yfirvöld einbeiti sér að því að koma í veg fyrir „tómstundanotkun“ millistéttarinnar. Aboutaleb segir yfirvöld hafa horft í gegnum fingur sér varðandi neyslu kókaíns, þar sem efnið sé meira notað af þeim sem séu hærra í samfélagsstiganum. „Og það er álitið minna alvarlegt, alveg eins og glæpir meðal þeirra hærra settu eru oft álitnir minna alvarlegir,“ segir hann. Einhvers konar sátt virðist ríkja um notkun kókaíns. Aboutaleb segir „föstudagsnotkun“ yfirstéttarinnar á efninu koma hart niður á ungu fólki í lægri stéttum samfélagsins. Borgaryfirvöld í Rotterdam réðust í fyrra í átak þar sem vakin var athygli á tengslum fíkniefnaneyslu og ofbeldis af hálfu og milli gengja. Lógó átaksins var líkkista skreytt krossi úr tveimur línum af kókaíni og slagorðið: „Þitt fix, hans dauði“. Aboutaleb segist ekki lengur getað lokað augunum gagnvart vandamálinu. Hann sé ekki að andmæla því að vissulega séu ýmsar kenningar uppi um hvaða leiðir skuli fara. „En ég vil ekki setja banana og epli og línu af kóki á sömu hillu, öll stimpluð af stjórnvöldum: „Allt í góðu“. Þá varar borgarstjórinn við þeirri stefnubreytingu að heimila notkun kannabis. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Holland Fíkn Fíkniefnabrot Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Sjá meira