Grætur ekki gamla heimilið í Elliðaárdalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Svona var aðkoman í Skálará á ellefta tímanum í morgun. Vísir/Vilhelm Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil. Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019. Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Eldur kviknaði í mannlausu húsinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og gekk erfiðlega fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum. Húsið er hvað frægast fyrir að hafa laðað til sín kanínur árum saman sem sóttu í fóður sem leigutaki í húsinu gaf fuglum. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að búið hafi verið að sækja um leyfi fyrir niðurrifi hjá öllum tilskildum aðilum. „Það var komið leyfi en þetta var í bið hjá verktaka. Það átti að fara að rífa húsið og nú verður klárlega gengið í það sem allra fyrst,“ segir Eva Bergþóra. Á vettvangi eldsvoðans í morgun.Vísir/Vilhelm Hún hafði ekki fengið upplýsingar um möguleg eldsupptök. Aðspurð um hvað kom í stað hússins segir Eva Bergþóra ekkert á teikniborðinu. Samkvæmt því virðast áform um gróðurhús á svæðinu úr sögunni. Hallur Heiðar Hallsson bjó í Skálará neðan Stekkjarbakka um árabil. Hann leigði hluta hússins af borginni en hinn hlutann leigði Jón Þorgeir Ragnarsson sem er látinn. Hallur sá fréttir af eldsvoðanum á vefmiðlum í gærkvöldi, sótti kíkinn og fylgdist með eldsvoðanum úr fjarlægð úr glugga sínum. „Þetta var löngu orðið ónýtt og átti að vera búið að rífa þetta fyrir löngu,“ segir Hallur um fyrrverandi heimili sitt. Hann segist ekki vera einn af þeim sem hugsi með hjartanu eða nýranu. Hann beri engar tilfinningar til hússins sem var hans heimili um árabil. „Þetta míglak og var hreinlega heilsuspillandi,“ segir Hallur. Hann hafi sjálfur varað við því að kveikt yrði í húsinu og lægi á að rífa það. Hann rifjar upp að skúr við húsið hafi orðið eldi að bráð sumarið 2023. Þær viðvörunarbjöllur hefðu átt að duga fyrir borgina að ráðast í niðurrif hið fyrsta. Hallur Heiðar hefur verið nefndur verndari kanína í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Ástæðan er sú að kanínur sóttu mjög í svæðið við Skálará. Hallur Heiðar segist þó enginn sérstakur áhugamaður um kanínur. „Ég gaf hröfnunum og gæsunum fóður,“ segir Hallur Heiðar og svo hafi kanínur farið að venja komur sínar á svæðið. Kanínurnar hafa endurtekið komist í fréttirnar var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um tíma með það til skoðunar að hreinlega útrýma þeim. Jón Þorgeir sagði í viðtali við Vísi árið 2010 útbreiddan misskilning að þeir héldu kanínur. Þeir hefðu aldrei keypt kanínu. „En þær eru hérna í kring og við gefum þeim að borða,“ sagði Jón Þorgeir heitinn. „Þegar ég er spurður hvort við eigum kanínurnar segi ég alltaf nei. Þær eiga sig sjálfar.“ Hallur Heiðar segist raunar mun spenntari fyrir því að borða kanínukjöt en að eiga þær sem húsdýr. Það sama eigi við um gæsirnar sem hafi verið í dalnum sem hann hafi reglulega lagt sér til munns. Rætt var við Hall Heiðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2019.
Reykjavík Slökkvilið Lögreglumál Tengdar fréttir Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31 Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00 "Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Hann ákvað að vernda kanínurnar í Elliðaárdal Í Elliðaárdal, neðan Stekkjarbakka, stendur hús sem á síðustu árum er orðið frægt fyrir allar kanínurnar. Húsið kallast Skálará og þar býr Hallur Heiðar Hallsson. 22. október 2019 14:31
Kanínubóndinn víkur fyrir nýju gróðurhúsi Reykjavíkurborg hefur veitt vilyrði fyrir 12 þúsund fermetra lóð undir gróðurhús. Lóðin nær út fyrir Skálará, þar sem Jón Þorgeir Ragnarsson hefur fóðrað kanínur um árabil. 9. desember 2017 06:00
"Út í hött að útrýma kanínum“ "Mér finnst þessi umræða komin út í öfgar,“ segir Jón Þorgeir Ragnarsson listamaður sem býr í kanínuhúsinu í Elliðaárdal. "Þær veita fólki mikla ánægju svo ég skil þetta bara ekki." 14. ágúst 2013 14:41