Viðskipti innlent

Guð­jón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gylfi og Guðjón bjóða fram krafta sína til stjórnarmennsku.
Gylfi og Guðjón bjóða fram krafta sína til stjórnarmennsku.

Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Frestur til framboðs rann út í gær. Tíu höfðu boðið sig fram í stjórnina og skilað inn erindi þess efnis til tilnefningarnefndar Hún hafði svo skilað inn fimm manna lista sem hún tilnefndi í stjórnina. Um var að ræða fjóra af fimm sitjandi stjórnarmönnum auk þess sem gerð var tillaga um að Þórður Már Jóhannesson, stór hluthafi í Festi sem sagði sig úr stjórn í kjölfar hneykslismáls fyrir tveimur árum, verði tekinn aftur inn í stjórnina.

Stórir hluthafar hafa velt vöngum yfir fyrirhugaðri endurkomu Þórðar Más og starfi tilnefninganefndar. Þeirra á meðal framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem er stærsti hluthafinn í Festi. Þá hefur stjón Lífeyrissjóðsins Brúar sagst ekki munu styðja framboð Þórðar.

Aðalfundur hjá Festi verður haldinn miðvikudaginn 6. mars og hefst klukkan 10. Samkvæmt hlutafélagalögum skal hlutfall hvors kyns vera að lágmarki 40 prósent í stjórnum þeirra. Konurnar í framboði eru samkvæmt því sjálfkjörnar og karlarnir fimm sem eftir standa berjast um þau þrjú sæti sem eftir eru.

Í skýrslu starfskjaranefndar Festi 2022 til 2023 var gerð tillaga að launum til stjórnar. Stjórnarformaður fær 820 þúsund krónur á mánuði, varaformaður 615 þúsund krónur og aðrir stjórnarmenn 410 þúsund krónur.  Þá fá fulltrúar stjórnar í nefndum einnig greitt fyrir vinnu sína þar. 


Tengdar fréttir

Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×