Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:56 Pevchikh segir Pútín ekki hafa þolað tilhugsunina um frjálsan Navalní. AP/Kirsty Wigglesworth Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu. Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta segir Maria Pevchikh, bandamaður Navalní. Samkomulag um fangaskipti hafi verið á lokametrunum þar sem til stóð að skipta á Navalní og tveimur bandarískum ríkisborgurum í staðinn fyrir Vadim Krasikov, rússneskan leigumorðingja, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð í Þýskalandi. Hinn 47 ára Navalní var vistaður í fanganýlendu í Síberíu þegar hann lést en yfirvöld í Rússlandi hafa haldið því fram að hann hafi hnigið niður eftir að hafa fengið sér göngutúr. Móðir Navalní hefur loks fengið lík hans afhent, eftir tafir af hálfu Rússa. . . , . , , . https://t.co/nZij8BRhpN— Maria Pevchikh (@pevchikh) February 26, 2024 Að sögn Pevchikh, sem er stjórnarformaður Anti-Corruption Foundation sem stofnuð var af Navalní, höfðu viðræður um fangaskiptin staðið yfir í um tvö ár. Eftir innrás Rússa í Úkraínu hefði orðið ljóst að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, myndi svífast einskis og að frelsa þyrfti Navalní með hraði. Bandarískir og þýskir embættismenn eru sagðir hafa komið að viðræðunum sem var að mestu lokið í desember. Pevchikh telur hins vegar að Pútín hafi snúist hugur á síðustu stundu; blindaður af hatri gagnvart andstæðingi sínum og ekki þolað að hann yrði frjáls. Forsetinn hefði þannig ákveðið að fjarlægja Navalní af spilaborðinu. Samkvæmt BBC hafa stjórnvöld í Þýskalandi neitað að tjá sig um málið að svo stöddu.
Mál Alexei Navalní Rússland Erlend sakamál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30 Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. 22. febrúar 2024 23:30
Biden kallar Pútín „tíkarson“ og furðar sig á ummælum Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta „brjálaðan tíkarson“ á fjáröflunarviðburði í San Francisco í gær, auk þess sem hann skaut á forvera sinn Donald Trump fyrir að bera sig saman við rússneska andófsmanninn Alexei Navalní. 22. febrúar 2024 07:37