Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:30 Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Ástin og lífið Trúmál Brúðkaup Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun