Körfubolti

Gummi Ben hefur verið hand­tekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henry Birgir Gunnarsson og Guðmundur Benediktsson voru saman í þættinum og skemmtu sér vel.
Henry Birgir Gunnarsson og Guðmundur Benediktsson voru saman í þættinum og skemmtu sér vel. S2 Sport

Guðmundur Benediktsson var gestur í Subway Körfuboltakvöld Extra þættinum í vikunni og hann sagði söguna af því þegar hann var handtekinn.

Tómas Steindórsson stjórnaði þættinum og Guðmundur og Henry Birgir Gunnarsson voru með honum að þessu sinni.

KR-ingurinn Baldur Ólafsson, þekktur körfuboltamaður og lögreglumaður, kallaði fram áhugaverða umræðu í þættinum.

„Hefur Baldur handtekið þig Gummi,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Nei. Það hefur enginn handtekið mig ennþá,“ svaraði Guðmundur.

„Þú lýgur því,“ svaraði þá Henry.

„Jú, einu sinni. Ekki Baldur. Það var lögreglan í Hollandi. Ég var tekinn á Schiphol (flugvöllurinn í Amsterdam),“ sagði Guðmundur.

„Og áttir það skilið,“ skaut Henry inn í söguna.

„Ég hélt nefnilega ekki, sagði Guðmundur og sagði alla söguna sem má hlusta og horfa á hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Saga Gumma Ben um það þegar hann var handtekinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×