Ekki spennt fyrir lokuðum búsetuúrræðum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 20:01 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Sigurjón Þingflokksformaður Vinstri grænna fagnar því að ríkisstjórnin sammælist um heildarsýn í málefnum flóttafólks á Íslandi. Hann segir þingmenn flokksins ekki hafa áhuga á lokuðu búsetuúrræði á borð við það sem dómsmálaráðherra hefur kynnt. Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Heildarsýnin er unnin þvert á sjö ráðuneyti og koma ráðherrar úr öllum ríkisstjórnarflokkunum að henni. Markmiðið er að taka utan um málaflokk umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og hælisleitenda og þannig stytta afgreiðslutíma umsókna og draga úr útgjöldum þangað. Þróun umræðunnar sýni þörf á aðgerðum Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn vera ánægðan með að verið sé að leggjast heilstætt yfir málin. „Við finnum það bara á þróun umræðunnar í íslensku samfélaginu á undanfarnum árum eða 10 mánuðum að það er mjög brýnt að reyna að horfa mjög vítt á þetta. Og útgangspunkturinn er kannski, sem talar lóðbeint út úr okkar hjarta og stefnu, að við drögum úr ójöfnuði og reynum að skapa aukið jafnræði í samfélaginu með því að tryggja það að öll þau sem hér búa, sama hver uppruninn er, sitji við sama borð þegar uppi er staðið,“ segir Orri Páll. Klippa: Fagnar heildarendurskoðun Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmyndir ríkisstjórnarinnar er talskona Stígamóta sem er verulega á móti því að sett verði upp búsetuúrræði fyrir flóttafólk sem bíður málsmeðferðar en kveðið er á um það í heildarsýninni. Hún kallar úrræðið varðhaldsbúðir. Ekki spennt fyrir lokuðu úrræði Orri Páll segir Vinstri græna ekki vera hlynta lokuðu búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur reynt að koma á laggirnar. Hann segir svokallaðan spretthóp vera að skoða málið. „Við skulum bara bíða og sjá hvað kemur úr þessum spretthópi en eins og ég segi þá get ég ekki svarað fyrir afstöðu Sjálfstæðismanna í því máli,“ segir Orri. En þið munuð alltaf hafna lokuðum búsetuúrræðum sama hvað? „Við höfum ekki verið spennt fyrir umræðunni eins og hún hefur verið, nei.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira