Kona sölsar undir sig land Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:01 Fréttir síðustu daga benda til þess að ég hafi persónulega ákveðið að sölsa undir mig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og ef til vill flestar eyjar í kringum Ísland. Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands. Jafnræði og hlutlægni Sem betur fer eru gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Það er til heilla fyrir okkur öll og hefur þau markmið að fylgja lögum og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Í þjóðlendulögum felst tiltekin málsmeðferð. Kröfunum sem hefur verið lýst eru í takti við þá málsmeðferð. Í framhaldinu geta svo hagaðilar lýst sínum gagnkröfum. Gagnaöflun hjá óbyggðanefnd er hjá sjálfri nefndinni, ríkinu og gagnaðilum og er engin enda niðurstaða í málinu. Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum. „Svona hefur þetta alltaf verið“ er svar sem ég hef almennt ekki tekið gilt þegar „kerfið“ gefur mér þau svör við hinum ýmsu málum þann áratug sem ég hef gegnt embætti ráðherra og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. En í tilfelli þar aðeins eitt svæði er eftir af þeim 17 sem óbyggðanefnd hefur tekið fyrir, er ekki hægt, með tilliti til jafnræðis og hlutlægni, að beita annarri aðferðafræði en aðrir hafa þurft að þola í aldarfjórðung. Ég hef mínar skoðanir á þessum lögum og framkvæmdinni á þeim. Til dæmis tel ég að ríkið eigi enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað. „Svona gera menn ekki“ Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra. Talandi um leikreglur. Þá var leikreglum lítillega breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur var breytt. Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð. Skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu en í meðförum málsins hjá allsherjar- og menntamálanefnd, undir formennsku Páls Magnússonar þáverandi þingmanns og núverandi formanns bæjarráðs Vestmannaeyja, var engin slík breyting lögð til. Fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði til við óbyggðanefnd, í mars 2023, að farin yrði þessi leið á umræddu svæði 12. Óbyggðanefnd féllst ekki á sjónarmið ráðuneytisins í bréfi í apríl 2023 og tók ákvörðun um að hin hefðbundna málsmeðferð skyldi eiga við. Það er mjög miður. Boltinn hjá óbyggðanefnd Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni. Öllum má vera ljóst, en sjálfsagt er að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að ekki er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem eru háð beinum eignarréttindum. Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grímsey Jarða- og lóðamál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fréttir síðustu daga benda til þess að ég hafi persónulega ákveðið að sölsa undir mig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og ef til vill flestar eyjar í kringum Ísland. Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands. Jafnræði og hlutlægni Sem betur fer eru gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Það er til heilla fyrir okkur öll og hefur þau markmið að fylgja lögum og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Í þjóðlendulögum felst tiltekin málsmeðferð. Kröfunum sem hefur verið lýst eru í takti við þá málsmeðferð. Í framhaldinu geta svo hagaðilar lýst sínum gagnkröfum. Gagnaöflun hjá óbyggðanefnd er hjá sjálfri nefndinni, ríkinu og gagnaðilum og er engin enda niðurstaða í málinu. Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum. „Svona hefur þetta alltaf verið“ er svar sem ég hef almennt ekki tekið gilt þegar „kerfið“ gefur mér þau svör við hinum ýmsu málum þann áratug sem ég hef gegnt embætti ráðherra og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. En í tilfelli þar aðeins eitt svæði er eftir af þeim 17 sem óbyggðanefnd hefur tekið fyrir, er ekki hægt, með tilliti til jafnræðis og hlutlægni, að beita annarri aðferðafræði en aðrir hafa þurft að þola í aldarfjórðung. Ég hef mínar skoðanir á þessum lögum og framkvæmdinni á þeim. Til dæmis tel ég að ríkið eigi enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað. „Svona gera menn ekki“ Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra. Talandi um leikreglur. Þá var leikreglum lítillega breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur var breytt. Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð. Skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu en í meðförum málsins hjá allsherjar- og menntamálanefnd, undir formennsku Páls Magnússonar þáverandi þingmanns og núverandi formanns bæjarráðs Vestmannaeyja, var engin slík breyting lögð til. Fjármála- og efnahagsráðuneytið lagði til við óbyggðanefnd, í mars 2023, að farin yrði þessi leið á umræddu svæði 12. Óbyggðanefnd féllst ekki á sjónarmið ráðuneytisins í bréfi í apríl 2023 og tók ákvörðun um að hin hefðbundna málsmeðferð skyldi eiga við. Það er mjög miður. Boltinn hjá óbyggðanefnd Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni. Öllum má vera ljóst, en sjálfsagt er að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að ekki er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem eru háð beinum eignarréttindum. Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun