Verðlaunahátíðin fór fram í gær en í umfjöllun Guardian kemur fram að leikstjórinn hafi áður verið tilnefndur til átta BAFTA verðlauna en aldrei fengið þau fyrr en nú. Oppenheimer fékk verðlaun í flokki myndar, fyrir leikstjórn og þá fengu þeir Cillian Murphy og Robert Downey Jr. verðlaun fyrir hlutverk sín í myndinni.
Horfa má á ræðu breska leikstjórans í myndbandinu hér fyrir neðan.
Tekið er fram í umfjöllun Guardian að BAFTA verðlaunin hafi þó farið í fleiri áttir heldur en búist hafi verið við í upphafi kvöldsins. Emma Stone var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Poor things og þá fékk kvikmyndin The Zone of Interest þrenn verðlaun
Sú mynd var valin besta breska myndin, fékk verðlaun fyrir hljóðvinnslu og í flokki mynda sem ekki eru á ensku. Myndin hverfist um þýsku hjónin Hewdig og Rudolph Höss í síðari heimsstyrjöldinni og gerist alfarið á heimili þeirra við hlið Auschwitz útrýmingarbúðanna.
Áhugasamir geta skoðað lista yfir alla verðlaunahafa BAFTA hér.