Dofin eftir svefnlausa nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 10:56 Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi Curvy og Stout í Fellsmúla segist dofin morguninn eftir að fyrirtækið ofan verslunarinnar Stout brann. Vísir Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“ Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“
Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24
Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01