Hjónabönd samkynja para leidd í lög í Grikklandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 08:55 Niðurstöðunni var ákaft fagnað í gær. AP/Michael Varaklas Grikkland varð í gær fyrsta ríkið þar sem meirihluti íbúa tilheyrir kristinni rétttrúnaðarkirkju til að heimila hinsegin fólki að ganga í hjónaband. Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“ Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Málið var tekið til atkvæðagreiðslu á þinginu og féllu atkvæði þannig að 176 voru fylgjandi og 76 á móti. Hinsegin pörum verður nú einnig heimilt að ættleiða. Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis sagði eftir atkvæðagreiðsluna að hin nýju lög myndu útrýma alvarlegu óréttlæti. Málið hefur hins vegar klofið þjóðina og verið verið harðlega mótmælt af kirkjunni. Andstæðingar frumvarpsins boðuðu til mótmæla í Aþenu, þar sem þeir héldu mótmælaspjöldum og krossum á lofti, lásu bænir og sungu sálma. Leiðtogi rétttrúnaðarkirkjunnar, erkibiskupinn Ieronymos II, sagði málið ógna samstöðu innan gríska samfélagsins. Andstæðingar mótmæltu í Aþenu.AP/Yorgos Karahalis Mitsotakis barðist fyrir frumvarpinu en þurfti að reiða sig á atkvæði stjórnarandstöðuþingmanna, þar sem tugir samflokksmanna hans voru á móti. „Fólk sem hefur veirð ósýnilegt verður allt í einu sýnilegt í samfélaginu og hjá þeim munu mörg börn loksins finna sinn rétta stað,“ sagði forsætisráðherrann í þinginu áður en gengið var til atkvæðagreiðslu. Lögin bættu líf margra Grikkja, án þess að neitt væri tekið frá öðrum. „Þetta er söguleg stund,“ sagði Stella Belia, leiðtogi Rainbow Families, samtaka hinsegin foreldra. „Þetta er gleðidagur.“
Grikkland Hinsegin Málefni trans fólks Trúmál Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira