Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:33 Eiginkona Assange segir hann hafa verið veikan um jólin en heilsa hans hefur verið afar tæp síðustu ár. Stella Assange segir eiginmanni sínum hafa hrakað, bæði andlega og líkamlega og líf hans sé í stöðugri hættu. Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum. Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum.
Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33