Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2024 15:30 Aparólan verður reist á öðrum stað á túninu. Vísir/Vilhelm/Getty Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum. Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Íbúinn hafði gert athugasemdir við það að samþykkt staðsetning leikvallarins gerði ráð fyrir aparólu sem væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Rólan næði einnig yfir á svæði sem er skilgreint sem þjónustusvæði, en ekki leiksvæði eða almenningsgarður. Hann taldi að leikvöllurinn myndi hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Maðurinn hafði nokkru áður einnig staðið í deilum við sveitarfélagið vegna ærslabelgs sem reistur var á sama túni, en það mál endaði þannig að ærslabelgurinn var færður. Eftir að skipulags- og mannvirkjanefnd sveitarfélagsins tilkynnti manninum að framkvæmdin væri í samræmi við skipulagsáætlanir vísaði hann málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Sú nefnd tók málið til skoðunar en vísaði því að lokum frá þar sem sá sem vísaði deilunni þangað var hvorki umsækjandi um framkvæmdaleyfi né í hlutaðeigandi sveitarstjórn. Eftir frávísunina fól bæjarráð Ísafjarðarbæjar Önnu Láru Jónsdóttur bæjarstjóra að skoða hvort hægt væri að koma betur til móts við sjónarmið íbúa. Sú vinna var kynnt á fundi bæjarráðs nú 5. febrúar. Í bókun kemur fram að lögð hafi verið fram ný hönnunargögn til að koma til móts við kröfurnar og aparólan færð fjær íbúðabyggð. Nú er málið komið aftur á borð Önnu bæjarstjóra og vinnur hún að formlegri samþykkt málsins. Þá er erindinu einnig vísað aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til lokaafgreiðslu. Staðsetning aparólunnar samkvæmt nýjum hönnunargögnum.
Ísafjarðarbær Skipulag Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira