Kröfur fjármálaráðherra – ekki Óbyggðanefndar Páll Magnússon skrifar 13. febrúar 2024 19:00 Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar